4.7.2016 | 00:03
Skaðlegur háskaleikur að eldi yfir Eystrasalti.
Stigmögnun spennu á milli Rússa og nágranna þeirra við Eystrasalt er háskaleikur að eldi, eins og sést af fréttum, sem af því berast.
Þegar litið er á sögu Eystrasaltsríkjanna sést, að sá tími, sem þau nutu frelsis ár árunum 1918-1945 var stuttur tími í sögu þessa hluta Evrópu.
Af því leiðir að hætt er við ákveðinni óánægju Rússa, sem sakna veldis Sovétríkjanna og Rússlands fyrir 1917, með það að hafa ekki hin fornu yfirráð yfir þessum löndum.
Árekstrar og vopnaglamur á þessu svæði er engum til góðs.
Rússar njóta yfirburða hernaðarlega séð yfir þessu svæði og eiga ekki að þurfa að óttast að NATO fari að nota Eystrasaltslöndin sem eins konar stökkpall til yfirráða yfir Hvíta-Rússlandi og Úkraínu.
Að sama skapi þarf gríðarmikla hernaðaruppbyggingu til þess að vinna landfræðilegan atstöðumun upp.
Þess vegna ætti það að vera keppikefli beggja aðila að lægja öldur og minnka hættu á slysi og árekstrum sem geta valdið ólgu og stríðshættu.
Rússar sperra stélið yfir Eystrasalti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Byrjarðu nú enn og aftur á þessu stagli þínu um stríðshættu á milli NATO og Rússa, Ómar Ragnarsson.
Rússar og NATO hafa engan áhuga á að fara í stríð við hvorir aðra frekar en Kína.
Allt er þetta sýndarmennska af hálfu NATO-herjanna og rússneska hersins sem alltaf munu vilja meira fé.
Þeir vilja að sjálfsögðu stuðning skattgreiðenda fyrir þessari þvælu þegar mikil þörf er á að leggja fé í aðra og skynsamlega hluti, til að mynda í Rússlandi.
Herir NATO-ríkja og Rússa hafa nú um nokkurt skeið stundað stríðsrekstur í Sýrlandi og munu ekki taka upp á því að fara þar í stríð við hvorir aðra frekar en annars staðar í heiminum.
Sovétríkin liðu undir lok fyrir aldarfjórðungi og Rússland er ekki lengur kommúnistaríki frekar en Austur-Evrópuríkin.
Þorsteinn Briem, 4.7.2016 kl. 01:46
Bull er ekki bullað nema Steini bulli bull
Brím var ekki rímað nema Steini ræpti Briem.
immalimm (IP-tala skráð) 4.7.2016 kl. 03:02
Á nýjársdag 1914 sagði Lloyd George að vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna væri "skipulagt brjálæði."
Aðrir sögðu að enginn vildi stríð.
Í lok júní voru tvær manneskjur drepnar í Sarajevo og heimsstyrjöld skollin á mánuði síðar.
Ómar Ragnarsson, 4.7.2016 kl. 12:23
Það gæti verið ágætis ráð til að lægja öldur að nýkjörinn forseti byði Putín í laxveiðitúr til Íslands, eða bara í opinbera heimsókn.
Stefán Þ Ingólfsson, 4.7.2016 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.