Óðurinn til gleðinnar.

Óðurinn til gleðinnar er einkennisleg Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og að mig minnir sambands sjónvarpsstöðvanna.

Fölskvalaus lífsgleði og kærleikur á milli fólks eru dýrmætustu fyrirbrigði mannlífsins, þjóðlífsins og lífs mannkynsins á jörðinni.

Einlæg gleði barnanna í El-Kere, Gurra og Omorade, strákofaþorpum í dreifbýli hins örfátæka landi Eþíópíu, er mér eftirminnilegri þegar ég lít yfir farinn æviveg en stærstu hljómleikar hljómsveita eða hátimbraðir íþróttaviðburðir og flugsýningar.

Lífsgleði og baráttugleði örþjóðarinnar Íslendinga hrífur milljónaþjóðir heims meira en flest annað.    


mbl.is Frakklandsforseti dáðist að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband