6.7.2016 | 00:35
Af hverju hafa hjólin svona margþætta yfirburði?
Tvíhjól, allt frá minnstu reiðhjólum upp í þau hraðskreiðustu, hafa yfirburðí yfir önnur samgöngutæki á mörgum sviðum hvað snertir afköst við venjulegustu viðfangsefni farartækja, að flytja 1-2 menn á milli staða.
Skiptir ekki máli hvort þau eru fótknúin, rafknúin, með blöndu af fótafli og rafafli eða bensín/dísilknúin, þau eyða minna, hafa meiri hraðaaukningu og kosta miklu minna en nokkurt annað sambærilegt fyrirbæri.
Smá dæmi: Honda CB 500 kostar nýtt í Þýskalandi 5600 evrur, eða helming á við ódýrasta bílinn þar í landi.
Það eyðir 3,2 á hundraðið og fer úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á 5,6 sekúndum, næstum þrefalt hraðar en ódýrasti bíllinn.
Til þess að fá bíl með sömu hröðun þarf að borga sjö sinnum meira verð, svo sem fyrir Golf eða BMW.
Hondan er 193 kíló, eða fimm sinnum léttara en ódýrustu bílarnir á markaðnum.
Aðrir framleiðendur bjóða hjól af svipaðri stærð og getu, svo sem Suzuki Inazuma, sem er enn ódýrari.
Rafknúið hjól eyðir rafmagni fyrir um 25 krónur á hundrað kílómetra, en lægsta talan hjá bíl knúnum jarðefnaeldsneyti er um 750 krónur eða 30 sinnum dýrara.
Það er hægt að fá hjól með skjól fyrir ökumann (scooter) sem kostar fimm sinnum minna en ódýrasti bíllinn, eyðir tvöfalt minna eldsneyti, er aðeins rúm 100 kíló að þyngd, nær upp undir 100 kílómetra hraða og kemst því á hvaða hraða, sem löglegur er í íslenska vegakerfinu.
Ég hélt að ég gæti ekki lengur notað hjól af því að hnén eru orðin svo slitin. En með nýjustu rafreiðhjólunum er hægt að stilla áreynslu á hnén eftir þörfum og njóta þess, hve hressandi hjólreiðar eru fyrir sál og líkama.
Hjólin hafa fyrrnefnda yfirburði af því að þau eru svo einföld og létt.
Mörg hundruð hjóla inn í kvöldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.