9.7.2016 | 03:58
Furðulegur og skaðlegur flöskuháls.
Sú tvöföldun Reykjanesbrautar, sem þegar hefur verið framkvæmd, hefur bjargað mörgum mannslífum og komið í veg fyrir örkuml og meiðsli fjölda fólks.
Því vekur það furðu, að enn skuli vera flöskuháls á þessari fjölförnu leið norðan við Hvassahraun þar sem umferðin þyngist eftir því sem nær dregur höfuðborgarsvæðinu.
Hrunið stöðvaði tvöföldun brautarinnar, en við svo búið er ekki hægt að láta standa eftir því sem lengri tími líður frá afleiðingum Hrunsins og vaxandi ferðaþjónustutekjur mokast inn í tugum milljarða á hverjum degi frá því fólki sem einmitt ekur þessa leið fyrsta allra eftir komuna til landsins og síðan til baka við brottför.
Þúsundir vilja tvöfalda Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Siðblindingjar njóta þess að byggja EKKI lífsnauðsynleg umferðarmannvirki og bera við fjárskort.
GB (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 12:02
Beina þarf fluginu með túristana á fleiri en einn flugvöll. Til greina koma Egilsstðir, Akureyri og Húsavík. Þetta jafnvel styttir flugtíma frá Evrópu. Ýmislegt bendir til þess að Isavía sé vandræða stofnun, ílla rekin, vanhæfir stjórnendur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.