Eins og að framin hafi verið lögleysa.

Merkilegt er það upphlaup, sem beinst hefur gegn Þjóðkirkjunni vegna þess að tveir hælisleitendur voru handteknir í Laugarneskirkju.

Á útvarpsrásum og í netmiðlum fara mikinn þeir, sem vilja láta refsa Þjóðkirkjunni og leggja hana niður út af þessu atviki.

Einnig að biskup, viðkomandi sóknarprestur og aðri á vettvangi hafi verið verkfæri hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins!

Svo langt hefur verið gengið að lýsa yfir samsekt og ábyrgð Þjóðkirkjunnar á því, ef ISIS fremur hryðjuverk gegn Íslendingum, af því að það sé kirkjunni að kenna að myndir hafi birst erlendis af aðgerðum lögreglu, sem gætu reitt múslimska hryðjuverkamann til reiði og fengið þá til að hefna sín á Íslendingum!

Svo langt er gengið að stilla þessu upp sem algerri hliðstæðu þess sem gerðist á Þingvöllum árið 1000 og prestinum líkt við þá, sem vildi "slíta sundir lögin og friðinn" þannig að út brytist borgarastyrjöld!

Í landslögum eru ákveðin ákvæði um grið innanhúss. Þannig eru heimili manna friðhelgt og þarf fógetaúrskurð til þess að ráðast þar inn með lögreglu nema með fógetaúrskurði ef húsráðendur neita að hleypa lögreglu inn.

Mér er kunnugt um mál þar sem ekki hefur verið hægt að ráðast með lögregluvaldi inn í geymslu, sem enginn býr í, af því að það var talið hliðstætt við því að ráðast inn á heimili.

Ef framin var slík lögleysa í Laugarneskirkju sem látið er skína í í skrifum og ummælum um málið væri að sjálfsögðu komið í gang kærumál þar að lútandi.

En ekkert ólöglegt var við það að lofa þessum hælisleitendum að vera í kirkjunni og gera það á grundvelli trúarlegra atriða á borð við kirkjugrið, - láta á það reyna, hvort ráðist yrði þar inn með lögregluvaldi til að fjarlægja hælisleitendurna.

Þeim var ekki leynt þarna og yfirvöld voru látin vita af þeim. Kirkjan var opin og starfsmenn hennar aðhöfðust ekkert til að hindra lögregluna við að hlýða fyrirskipunum um að fjarlægja hælisleitendurna.

Það þurfti ekki einu sinni fógetaúrskurð.

Útlendingarnir voru heldur ekki meiri "hryðjuverkamenn" eða lögbrjótar en svo, að ekkert sakamál hefur verið höfðað á hendur þeim.

Hamagangurinn á hendur kirkjunni hefur staðið stanslaust í viku og honum er haldið áfram.

Þetta er greinilega mikið hjartans mál þeirra, sem mest láta út af þessu.

 

 


mbl.is Hefði mátt undirbúa betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, svo má minnast á ósannindin um að kirkjulegir aðilar hafi haft frumkvæði í þessu máli þegar staðreyndin er, að hælisleitendurnir leituðu á náðir kirkjunnar - vildu raunar fá að fela sig í kirkjunni sem ekki var samþykkt.  

Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 14:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fæ ekki séð að ástæða sé til að tengja þetta mál við það hvort hér á Íslandi eigi að vera sérstök þjóðkirkja.

"62. gr.
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Breyta má þessu með lögum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.7.2016 kl. 14:28

4 identicon

Þessi leikrit er bara til að draga athyglina frá ESB/Nató.  Kirkjan er að nota þetta fólk.  Það er ekkert öðru vísi.        

http://www.visir.is/samstarf-esb-og-nato-verdi-nanara-/article/2016160708998

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 15:26

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er hárrétt að ýmsum virðist það mikið hjartans mál að hamast gegn kirkjunni fyrir að skjóta skjólshúsi yfir þessa tvo hælisleitendur, og saka um lögleysu. En engin lög voru brotin. Þeir sem hæst hafa um lögleysu vita það vel. Þeim finnst bara í fínu lagi að ljúga þegar það þjónar málstaðnum. Hefðu þeir eitthvað fyrir sé væru þeir auðvitað búnir að leggja fram kæru.

Það gerðu jábræður þeirra fyrir tvö þúsund árum þegar þeir vildu refsa manni nokkrum fyrir að lækna fólk á hvíldardeginum, að stöðva framgang réttvísinnar við löglega grýtingu og sitthvað fleira - og höfðu sitt fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2016 kl. 15:34

6 identicon


Ja hérna, áhugalögmennirnir láta ekki að sér hæða. En bara svo það sé á hreinu þá var þetta lögbrot.

Í 106. gr. almennra hegningarlaga segir: „Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt.

Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.

Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.

107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.“

Ég átta mig hins vegar ekki á hvers vegna greininni er ekki beitt. Brotið er augljóst.


 

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 15:40

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Með hvaða hætti reyndu prestarnir að hindra lögreglu í starfi hennar? Þeir reyndu það ósköp einfaldlega ekki. Það er nú staðreynd málsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2016 kl. 15:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.3.2016:

"Ekki reynd­ist mark­tæk­ur mun­ur á viðhorf­um Ak­ur­eyr­inga til flótta­manna og annarra af er­lend­um upp­runa.

Um 61% voru frek­ar eða mjög sam­mála því að það sé gott fyr­ir sam­fé­lagið á Ak­ur­eyri að fólk af er­lend­um upp­runa setj­ist hér að en 59% að það sé gott að flótta­menn setj­ist hér að.

Í báðum til­vik­um voru um 11% ósam­mála þeim full­yrðing­um."

Akureyringar jákvæðir í garð flóttamanna

Þorsteinn Briem, 9.7.2016 kl. 16:00

9 identicon

Það er fjarstæða að þjónar kirkjunnar hafi brotið lög eins og sá sem kallar sig Einar fullyrðir. Hælisleitendum var ekki leynt í kirkjunni og því fór fjarri að lögreglan væri hindruð við skyldustörf. 106. grein hegningarlaganna er ekki beitt vegna þess að hún var ekki brotin. Það er staðreynd málsins.

Lögreglan hafði fulla vitneskju um hvar fólkið var, dyrunum var ekki læst, lögregluþjónarnir gengu beint að mönnunum og tóku þá og fóru með þá út án þess að nokkur kirkjunnar þjónn legði á þá hendur.

Ég hef hins vegar nokkra samúð með þeim lögregluþjónum sem, starfsskyldu sinnar vegna, urðu að vinna þetta skítverk en enga með þeim þjónum kirkjunnar, ef kirkjunnar þjóna má kalla, sem ganga fram fyrir skjöldu og úthrópa þá sem miskunnarverk reyndu að vinna. Má í því sambandi minna á hlutskipti þeirra sem um er rætt í 25. kafla Matteusarguðspjalls.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 16:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.10.2015:

"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.

Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári
þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."

Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju


Þorsteinn Briem, 9.7.2016 kl. 16:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 9.7.2016 kl. 16:27

12 identicon

Ég bíð spennt eftir því að fordæmendur mannúðar kasti fyrsta steininum með því að kæra prestana hugrökku fyrir lögbrot.

Eygló (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 16:36

13 identicon

Þetta snýst sem sagt fyrst og síðast um hina hugrökku presta kirkjunnar.  En svakalega spennandi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 16:49

14 identicon

Ég get varla beðið eftir bíómyndinni.  Hver fær að leika Agnesi biskup?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 17:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kirkja og klerkar eiga bókstaflega að gera þetta.  Jesús sagði það.  Hjálpa öðrum í neyð.  Það er skilda kristinna manna.   Stofnun sem segist trúa boðskap Jesús hlýtur að hjálpa öðrum í neyð.  Annað væri nú skrítið.  En hægri-menn virðast sumir lesa Biblíu á hvolfi og aftur á bak.

Jesús sagði meir að segja opinberlega að til að öðlast eilíft líf þyrfti að elska náungann eins og sjálfan sig.  Lögspekingur einn sem heyrði vildi flækja málin og þvæla Jesús inní orðhengilshátt spurði:  Hver er þá náungi minn?

Jesú hugsaði sig um og mælti eina dæmisögu:   „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur. Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“ Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2016 kl. 17:28

16 identicon

Hvað er að heyra Þorsteinn? Stóð sem ekki til að tálma því á annan hátt að lögreglan framfylgdri lögmætum úrskurði þar til bærs yfirvalds? Mér þykir þú kræfur.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 19:02

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég man ekki betur en að þetta hafi allt saman verið tekið upp og sent út á netinu Einar. Þú ættir því að geta séð svart á hvítu hvort prestarnir gerðu eitthvað til að tálma því að lögreglan fylgdi fyrirmælum. Hafi svo ekki verið ættir þú að láta eiga sig að fullyrða annað.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2016 kl. 19:16

18 identicon

Prestar þeir sem réttlæta óþverraskapinn gagnvart varnarlausum hælisleitendum ættu að missa hempuna og það strax. Siðblindir menn eiga ekkert erindi innan kirkjunnar. Fuck them all.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 19:41

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kirkjunnar þjónar hljóta að mega fylgja samvisku sinni.  En kirkjuna eiga þeir ekki.  Hana á söfnuðurinn.

Kolbrún Hilmars, 9.7.2016 kl. 19:55

20 identicon

Samviskulausir sauðir eiga ekkert erindi til þjónustu í kirkjunni og söfnuðum hennar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 20:09

21 identicon

... og til hvers voru "kirkjugriðin" þá ef ekki til að standa gegn úrskurðinum? Er þér virkilega alvara?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 20:54

22 identicon

Í greininni sem þú, sem kallar þig Einar, vísar til segir orðrétt: Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu...

Ekkert af þessu á við um prestana í Laugarneskirkju. Ekkert. Kirkjugriðin voru aðeins táknræn og komu á engan hátt í veg fyrir fullnustu úrskurðarins. Eftir þinni röksemdafærslu mætti beita greininni  ef einhver bæði sér griða eða segði: Ekki.

Engin lög voru brotin. Engin. Þess vegna hefur ekki verið kært.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 21:07

23 identicon

Ég spyr, hver var tilgangurinn með þessari uppákomu?

Var hann sá að koma í veg fyrir að mennirnir yrðu handteknir?  Bjóst einhver við því að lögreglunni féllist hugur og að hún hyrfi á brott þegar hún sá þá standa upp við altarið? Það er barnalegt að láta sér detta það í hug.

Eða átti þetta að vera einhvers konar auglýsing?  Þá hefur hún hrapalega mistekist.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.7.2016 kl. 23:26

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta var bara það, að prestar sem að stóðu voru að breyta rétt samkvæmt kenningunni.  Þeir trúa á þetta.  Miskunsemi, hjálpsemi.

Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2016 kl. 11:06

25 identicon

Þeir fóru sína leið Ómar Bjarki.  Það eina sem gerist er að Vantrú mun fylla bekki kirkjunnar og Halldór Auðar Svansson berjast gegn aðskilnaði ríkis og kirkju.  Dæmigerð hjarðhegðun sem engu skilar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 12:08

26 identicon

Ein bullar Steini bull......

Tví ræpir Steini prump.....

immalimm (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 13:01

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki Páll Vilhjálmsson, eftirlæti hægri-manna, farinn að kalla eftir aðskilnaði ríkis og kirkju?  Varla er Páll orðinn pírati?  Það væru þá fréttir.

En málið er samt hve ofsa-hægrimenn hafa afhjúpað sig sem einstaklinga/persónur sem vilja banna mannúð.  Það er svo ótrúlegt að mennirnir skuli vera svoleiðis innréttaðir.  Maður trúir því varla, - en virðist samt satt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2016 kl. 14:04

28 identicon

Hver er Ómar Bjarki Kristjánsson? Lauk hann ekki örugglega grunnskólaprófi?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 18:00

29 identicon

Lauk ekki lagaprófessorinn, sem sýndi fram á að engin lög hefðu verið brotin í þessu tilviki, örugglega grunnskólaprófi?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband