12.7.2016 | 18:13
Þarf að finna svæði utan vatnsins fyrir hótel og þjónustu.
Hið eldvirka svæði frá Vatnajökli norður fyrir Gjástykki er í raun risavaxin og einstæð landlagsheild, mótuð af samspili íss Vatnajökuls annars vegar, en hins vegar eldvirkni, sem er afleiðing af hreyfingum meginlandsflekanna hvor frá öðrum og sést hvergi betur á þurrlendi jarðar en í Gjástykki, norður af Mývatni.
Þróun í þjóðgörðum erlendis, sem kalla má hliðstæður þessa stóra íslenska svæðis, sem tekur langt fram öllum öðrum eldvirkum svæðum að fjölbreytni og mikilleik, hefur verið sú að mannvirkjum og umsvifum manna, þar á meðal ferðaþjónustu, hefur verið vikið eins og verða má út fyrir mörk þessara svæða.
Sem dæmi má nefna að í Yellowstone er að vísu gamalt hótel á Old Faithful-svæðinu, sem hefur fengið að standa ásamt hófstilltum þjónustumannvirkjum á tveimur öðrum svæðum, aen þjóðgarðsgestir gista að öðru leyti utan marka þjóðgarðsins.
Nú þegar er nóg komið af hótelum við Mývatn og brýnt að huga að því að skapa þjónustumannvirki utan vatnsins, til dæmis vestan þess eða við Grímsstaði á Fjöllum.
Meira en þrjár milljónir gesta árlega í Yellowstone sætta sig fyllilega við það að þurfa að fara 10-50 kílómetra leið frá náttstað inn í þjóðgarðinn og það er kominn tími til þess að hér á landi séu gerðar ráðstafanir til að koma þessum málum í lag hér heima.
Hafna nýju hóteli við Mývatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hótel í Mývatnssveit væru ágætlega staðsett um það bil milli Krákár og Arnarvatns, á svipuðum slóðum og hótel Laxá, og fram með Baldursheimsveginum og jafnvel uppi í Stangarheiðinni. En ekki á vatnsbakkanum.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.7.2016 kl. 20:17
Tek undir með Þorvaldi, ekki á vatnsbakkanum og á hraununum þar í grennd.
Af hverju þarf alltaf að eyðileggja eitt og eitt í einu,af hverju ekki allt í einu?
Másvatn er líka vatn sem og þríhyrningsvatt og svo eru til vötn og pollar eins og Matbrunavötn og Sænautavatn handa túristum að skíta í. Þannig að við íslendingar getum réttlæt að skíta í Atlandshafið á Kanarí.
En þeir eru miljónir en við kúkum bara þrjúhundruð og þrjátíu sinnum á dag ef allt er normal.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.7.2016 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.