Bara hálf myndin, - það er skortur á konum í dreifbýli.

Þegar fréttir eru fluttar af því að flytja þurfi unga erlenda karlmenn til landsins til að viðhalda landsmönnum, gleymist alveg, að þetta var aðeins hálf myndin.

Víkingarnir vissu alveg hvað þeir voru að gera þegar þeir fluttu konur frá Bretlandseyjum til Íslands. Án kvenna á barnaeignaaldri var landnámið og byggðin í landinu vonlaus.

Svo afkastamiklir voru landnámsmennirnir í þessu að þriðjungur þjóðarinnar rekur ættir sínar til landnámskvenna frá Bretlandseyjum.

Hér á landi kann að vera skortur á vinnuafli karlmanna í þéttbýli, en á landsbyggðinni er víða sár skortur á ungum konum.

Í eina skiptið sem margar konur voru fluttar erlendis frá út í íslenskt dreifbýli var þegar flóttakonur frá Þýskalandi komu hingað eftir lok Heimsstyrjaldarinnar síðari.

Þær reyndust nýtir þjóðfélagsþegnar og hleyptu víða lífi í sveitirnar, þar sem víða var mikil og varanleg fólksfækkun.  


mbl.is Ekkert fyrir að kvænast íslenskum konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú bara kallað heimanmundur þegar afi var ungur....sealed

xxx (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband