Sama fyrirbrigðið og við Skógafoss fyrir tveimur árum.

Fyrir tveimur árum kom upp lík staða við Skóga undir Eyjfjöllum og nú er uppi við Reykjahlíð við Mývatn.

Athafnamaður hugðist reisa stórt hótel ofaan við þjóðveginn, sem væri þannig staðsett, að það skyggði á útsýni til Skógafoss frá veginum og styngi gersamlega í stúf við aðrar byggingar á staðnum, en veitti hins vegar hótelgestum forgangsútsýni að fossinum.

Þá sagði sveitarstjórnarfólk hið sama og nú, að "ferlið væri komið of langt" og ekki væri hægt að breyta ákvörðuninni um hótelið, en "að sjálfsögðu yrði tekið tillit til óánægjuradda."

Í sveitarstjórninni hafði verið sami meirihlutinn svo lengi sem elstu menn mundu, og þar af leiðandi aldar hefð fyrir því að svona mál rynnu í gegn.

En sem betur fór, voru sveitarstjórnarkosningar á dagskrá, og sérstakur listi var borinn fram, sem gerði þetta mál og lýðræðið í hreppnum að aðalmáli.

Einungis örfá atkvæði skorti í kosningunum til að fella hinn gróna meirihluta þegar talið var upp úr kössunum og það fór um fulltrúa meirihlutans, sem á endanum tók ekki málamyndatillit til "óánægjuradda", heldur féll frá hugmyndinni um hið stóra hótel, sem átti að njóta forréttinda vegna þess að hóteleigandinn tilvonandi gerði tilboð, sem ekki var talið hægt að hafna: Annað hvort fáið þið hótel þarna eða ekkert hótel.

Allir sem þekkja til Skóga sjá, að eðlilegast er að nýjar byggingar á staðnum, ef reistar verða, séu upp við brekkuna austan við fossinn þar sem aðrar byggingar hafa risið.

Ég minnist þess með ánægju, að vegna mikillar viðveru minnar við Hvolsvöll á árunum 2010-14 lagði ég nýja listanum lið, enda kemur öllum landsmönnum það við hvernig umgangast á náttúru landsins. Í þessu máli urðum við Björn Bjarnason samherjar og var það sérstaklega ánægjulegt!

Við Mývatn er margfalt mikilvægara að breyta um stefnu í þessum endalausu hótelmálum, þar sem troða á þessum byggingum niður í borg og sveit, hvar sem fjáraflamönnum dettur í hug.

Ljóst er, að það er ekki einungis mjótt á munum milli fjölda fylgismanna hótels og andófsfólks í Mývatnssveit, heldur mikill meirihluti íbúa sem áttar sig á mikilvægi þess að stefnubreyting verði, alger stefnubreyting en ekki málamyndatillit eins og oddviti hreppsins telur nægja.  

Ég vísa í fyrri pistil um þau efni, nauðsyn þess að hernaðinum gegn Mývatni linni.  


mbl.is Óánægjuraddir með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband