24.7.2016 | 05:44
Eru ekki allir menn í óflughæfu ástandi?
Þegar rætt er um farartæki, sem ekið er, flogið eða siglt, er talað um að viðkomandi farartæki sé í óökuhæfu, óflughæfu eða ekki í siglingarhæfu ástandi.
Í tengdri frétt á mbl.is er sagt að ökumaður hafi verið í óökuhæfu ástandi.
Það er svolítið erfitt að skilja, hvernig einhver hefði átt að reyna að aka manninum, og alveg nýtt að tala um að fólk sé ekki í ökuhæfu, flughæfu eða siglingarhæfu ástandi.
Menn voru til dæmis ekki skapaðir með vængi og geta því ekki flogið einir og sér, - eru sem sagt alla sína lífstíð í óflughæfu ástandi.
En hver veit nema sumir verði að englum í góðu flughæfu ástandi eftir dauðann?
Bæði í óökuhæfu ástandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ökumaðurinn var útkeyrður.
Þorsteinn Briem, 24.7.2016 kl. 06:06
Góður! - Svo langt sem það nær. En sú var raunar ekki ástæðan fyrir afskiptunum af honum í þessu tilfelli.
Ómar Ragnarsson, 24.7.2016 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.