Hélt hann áfram í vinnunni og leitaði samt?

Í morgun áttum við Helga leið frá Reykjavík vestur í Stykkishólm til að taka Baldur út í Flatey. 

Við vorum á leið út úr hringtorgi og fórum fram úr ógnarlöngum flutningabíll með stærðar aftanívagni, sem var að ná upp hraða eftir að hafa hægt á sér í torginu. 

Helga sá út um hægri glugga bílsins að bílstjórinn á flutningadrekanum hélt snjallsíma beint fyrir framan sig. 

Kannski var hann að fylgjast með einhverri útsendingu og í tilefni af Pókemon-æðinu að undanförnu flaug okkur i hug að það gæti ekki verið útilokað að hann væri að leita að Pókemon, þótt hann væri í vinnunni. 


mbl.is Hætti í vinnu til að eltast við Pokémon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einu sinni að keyra eftir sléttunum frá Minneapolis til Rapid City í Suður Dakoda, lenti ég á eftir stórum flutningabíll er flutti báta á trailer sem hann dró. Lengi vel þorði ég ekki fram úr honum því að með vissu millibili tók hann upp á því að reika til hliðar en rétti sig svo alltaf af. Að lokum varð hugrekkið óttanum yfirsterkari og ég fó frammúr, er ég keyrði framúr honum varð mér litið upp og þar sat bílstjórinn hinn rólegasti og var að lesa í bók sem lá á stýrinu

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2016 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband