21. öldin silast inn.

Þótt 20. öldin hafi verið öld mestu breytinga í sögu mannkynsins verður 21. öldin jafnvel enn markverðari, því að á henni lýkur tímabili, sem í heimssögu framtíðarinnar verður nefnd olíuöldin. 

Aldahvörfin urðu þó ekki nema að hluta til við árásina á Bandaríkin 11. september 2001, heldur eru þau að silast inn. 

Hér á landi markar árið 2016 þau skil, að við  forsetakosningar hnígur til viðar hnígur valdasól tveggja þaulsætnustu stjórnmálamenn 20. aldarinnar, Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar.

Enginn íslenskur forsætisráðherra hefur setið ein lengi á valdastóli og Davíð, 1991-2004, og enginn forseti verið eins lengi í embætti og Ólafur Ragnar, 1996-2016.

Þessi langi valdatími beggja er ekki tilviljun, þetta voru öflugustu stjórnmálamenn landsins í lok 20. aldar og upphafi hinnar 21.

Þátttaka Davíðs í forsetakosningunum 2016 leiddi í ljós, að tíð baráttuaðferða stjórnmála 20. aldarinnar er liðinn og að við siglum vonadi inn í umbreytingu í þeim efnum.

Arfleifð hans felst í því að hann var samtíða þeim stjórnmálaforingjum erlendum, sem mótuðu nýja heimsmynd eftir lok Kalda stríðsins með aukinni alþjóðavæðingu í efnahagsmálum og framleiðslu, sem hefur leitt af sér bæði gott og vont, eins og sjá má á umræðuefnunum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.

Arfleifð Ólafs Ragnars er ólík arfleifð Davíðs, - dugnaður hans og ákafi varðandi tröllaukin viðfangsefni 21. aldarinnar í umhverfismálum skilar honum og okkur áfram í því að fást við þau mál, og uppvakningin á sofandi stjórnarskrárgrein um þjóðaratkvæði, skilar vonandi aukinni beinni þátttöku þjóðarinnar í ákvörðunum um mikilsverð málefni.

Nú tekur við forseti, sem líklega verður brú yfir í næsta forseta, sem verður nær holskeflu viðfangsefna síðari hluta þessarar aldar.

Guðni Th. Jóhannesson hefur alla burði til þess að verða farsæll forseti og valda þessu hlutverki sínu með sóma með góðan stuðning og afgerandi úrslit í forsetakosningunum í farteskinu.

Hann getur lagt gott til mála þegar við silumst inn í nýja tíma og honum fylgja góðar óskir um velgengni í starfi.   


mbl.is Guðni settur í embætti í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband