Góð fannst mér hin fyrsta ræða hins nýja forseta.

Hvað eftir annað, þegar nýr forseti Íslands flutti sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar nú áðan, hrópaði ég upp yfir mig í sama tóni og Jón Ársæll gerir gjarnan:  "EjaááÁ! GóðurrrR!!"

Einlæg, innihaldsrík og áhrifarík ræða. 

Þetta vakti upp 64 ára gamlar minningar.

Ég man enn eftir því þegar ég var í sveit fyrir norðan 1952 og hlustaði á Helga Hjörvar lýsa fyrstu athöfninni af þessari gerð í útvarpi. 

Ekki minnist ég þess hvort ræða Ásgeirs Ásgeirssonar heyrðist þá á öldum ljósvakans, en man enn vel og hermdi síðan eftir Helga, þegar hann lýsti útgöngu Ásgeirs og frú Dóru Þórhallsdóttur út svalir Alþingishússins. 

Helgi virtist ekki vera alveg viss um að klapp fólksins heyrðist í útvarpinu alla leið norður, því að hann fór að lýsa klappinu með þessum orðum:  "Fólkið klappar. Klappar í rokum!" 

 


mbl.is 6. forseti lýðveldisins tekinn við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég saknaði Davíðs Oddssonar á meðal fyrrverandi ráðherra og ekki kom ég auga á Sigmund Davíð.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 17:34

2 identicon

Ólíkt Herði saknaði ég ekki Davíðs. Og enginn var heldur söknuðurinn af hinum. Risaeðlur eiga ekkert erindi í mannfögnuð!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 20:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er undirritaður viss um að Hörður Þormar hafi endilega viljað að Hádegismóri og hans hestasveinn væru á þessari samkomu.

Þorsteinn Briem, 1.8.2016 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband