1.8.2016 | 20:52
Enginn var betri við innsetninguna í dag. "Suður um höfin"!
Þegar Sigmundur Davíð fór ekki til Parísar á vit forystumanna fjölmargra þjóða sem vildu votta Frökkum stuðning og samúð vegna hryðjuverka þar, urðu til þrjár stökur af því tilefni.
Síðan hafa tvívegis komið upp umtöluð tilefni til að grípa til þessa kveðskapar og nú kemur hið þriðja í tilefni af því að SDG kom ekki til embættistöku nýs forseta Íslands í dag eins og formenn annarra flokka.
Fulltrúi Framsóknar var því enginn og vísan er svona:
Framsókn oddvitann engan sendi
og engum var flaggað sem var fyrir hendi,
því það er yfir efa hafið,
að enginn er betri en Sigmundur Davíð.
Í athugasemdum við þennan pistil er upplýst, að SDG sé á siglingu um Karabíska hafið, en þar eru Bresku jómfrúareyjar með eyjunni Tortólu, heimahöfn Wintris aflandssjóðsins.
Á Sigmundur því góða möguleika á að syngja lagið "Suður um höfin" á þessum slóðum:
Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigli ég fleyi mínu til að kanna góð aflönd
og meðan ég lifi ei bresta þau bönd,
sem binda mig við þau, bæði huga og hönd.
Þegar dagur er kominn að kveldi
eins og krakki á tombólu
get ég dvalið i dollaraveldi
hins dýra sjóðs´á Tortólu.
Suður úr höfum er sigli ég heim,
ég syng um þá ávöxtun sem fékk ég og tók höndum tveim:
Lífslottóið skil ég
og ljúft er það geim;
úr Wintris nú vil ég
taka vinninginn heim!
Æ,æ,æ,æ, - æ,æ,æ,æ, - æ,æ,æ,æ,
æææ, æææ!
Vildu víkingaklapp fyrir nýjan forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.10.2013:
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur til landsins um helgina og verður við vinnu á mánudaginn.
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður hans.
Sigmundur hefur verið i fríi í þessari viku og fór úr landi ásamt fjölskyldu sinni.
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar lýsti eftir forsætisráðherra á Alþingi í gær.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Sigmundur í siglingu um Karabíska hafið."
Sigmundur Davíð kemur úr siglingu um Karabíska hafið
Þorsteinn Briem, 1.8.2016 kl. 20:58
Nú gæti gilt kjörorð Víkingalottósins um það sem SDG gæti gert þarna: Vinninginn heim!
Ómar Ragnarsson, 1.8.2016 kl. 21:11
Var þetta ekki gaurinn sem nýlega tilkynnti um komu sín heim og "Ísland allt" Fucking vitleysa er þetta orðin, burt með þennan dóna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 22:02
"Framsókn oddvitann engan sendi, engum var flaggað sem var fyrir hendi."
Víst var Sigurður Ingi þarna, oddviti í ríkisstjórn. Og bragurinn er aumlegt neðanbeltishögg rammpólitísks Samfylkingarmanns og Rúvara.
Jón Valur Jensson, 2.8.2016 kl. 09:02
Góður Ómar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2016 kl. 10:27
Það er haft fyrir sann, að SDG sé uppi í brú hjá skipstjóranum á skonnortunni í Karibahafinu og sé alltaf að biðja hann um an beygja til "vintris, vintris..".." þarf að taka út monninga.."! - Hvað veit maður svo sem....
Már Elíson, 2.8.2016 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.