Milljón í Ameríku; ekki einn stubbur,- hundrað sinnum færri á Íslandi; viðbjóður.

Ég hef verið á þremur útihátíðum í Ameríku um dagana þar sem gestir voru milljón í hvert skipti og ekki eitt einasta karamellubréf eða sígarettustubb að sjá alla mótsdagana. 

Hér á landi eru haugar af viðbjóði eftir að 100 sinnum færri gestir hafa komið ef marka má lýsingar mótshaldara af umgengni landans á Flúðum. 

Ef maður vogar sér að minnast á eitthvað svona er maður skammaður fyrir að tala land og þjóð niður sem "ónýta Ísland." 

Samt er ég sannfærður um að það sé hægt að breyta þessu hér úr því að það virðist auðvelt erlendis og ég er að reyna að tala land og þjóð upp sem "Ísland til fyrirmyndar", eins og það var á EM.


mbl.is Endurskoða þarf mál á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáðu þér göngutúr í miðbæinn í Reykjavík um kl 06 á laugardags eða sunnudagsmorgni,þá sérðu hvernig borgarbúar ganga um borgina sína,og ekki reyna að kenna túristunum um,þeir eru þeir einu sem nota ruslatampana,,,

alfreð (IP-tala skráð) 2.8.2016 kl. 11:24

2 identicon

Góður vinur minn var úti á gangi með afabarni sínu. Hann kveikti sér í sígarettu og lét eldsþýtuna detta í götuna. Þá segir strákur: "Afi, svona gerir maður ekki". Afinn lét sér þetta að kenningu verða.

Umhverfismálin eiga ekki aðeins að fjalla um hálendið, þau snúast líka um plastpoka, bjórdósir tyggigúmmí o.s.frv. 

Umhverfismálin eru hluti af uppeldinu.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.8.2016 kl. 12:15

3 Smámynd: Már Elíson

Ég er oft á ferðinni í Fossvogsdalnum og á staurum víða hanga FULLIR rusladallar sem borgin losar ekki og einnig ónýtir vegna skemmdarverka. - Á endanum er þetta út um allt umhverfið og þetta sé ég miklu víðar. - Ef viðkomandi yfirvöld eða umsjónarmenn á hverjum stað myndu í raun hugsa um að hreinlæti væri gætt með forvörnum, þá væri þetta í lagi. - Maður labbar oft með rusl í hendinni eða hreinlega í vasanum langar leiðir áður en maður finnur möguleika á að losa sig við það. Oft endar það bara í ruslinu heima. - Eins og hefur verið talað um varðandi fjölfarna ferðamannastaði, þar sem þetta er til vansa vegna aðgerðarleysis þeirra sem ábyrgðina bera. - Ekki endilega kenna borgarbúum, íslendingum eða túristum um. - Hvar á að henda ruslinu ?? - Það er málið.

Már Elíson, 2.8.2016 kl. 16:43

4 identicon

Já, það er því miður goðsögn að land okkar sé svona hreint víðast hvar vegna þess að Íslendingar gangi almennt vel um umhverfið

Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.8.2016 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband