7.8.2016 | 18:03
Magnað að sjá Dag í ham.
Það var magnað í dag að sjá Dag Sigurðsson í ham í leikhléi í síðari hálfleiks Svía og Þjóðverja. Staðan var 23:23 og allt í járnum.
Dagur fór hamförum, bæði við að skilgreina leikinn, hvað færi aflaga og hvað þyrfti að gera, og ekki síður við að gefa leikmönnum sínum línuna, og stappa í þá stálinu, berja í þá kjark, ákafa og einbeitingu.
Þarna sást enn eitt dæmið um það hvað öflugur þjálfari getur gert fyrir lið sitt.
Ekki ónýtt fyrir okkur að eiga slíkan mann til að varpa ljóma á föðurland sitt.
Engin Svíagrýla hjá Degi Sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.