8.8.2016 | 20:05
Vandi nútímans: Yfirþyrmandi veldi tölvanna.
Þegar ljóðlínurnar "...vélar unnu störfin og enginn gerði neitt."...voru ortar fyrir hálfri öld, gleymdist helmingurinn af þessu fyrirbæri, sem nú birtist í tölvukerfunum, og má nefna viðhald og bilanir.
Það hefur sannað sig óþyrmilega sem Henry Ford hélt fram varðandi Ford T, að "það sem ekki er í bílnum bilar aldrei."
Ef ekki væru neinar tölvur væri enginn þeirra hundruð þúsunda manna, sem vinna við viðhald þeirra og viðgerðir á þeim, með þá vinnu.
Í kvikmyndagerð er það orðið að helst ófrávikjanlegri reglu, að eiga að minnsta kosti þrjá möguleika af afrakstri allrar upptöku.
Því stærri og yfirgengilegri sem tölvukerfi verða, því ferlegri verða afleiðingarnar af bilunum í þeim eins og bilunin í tölvukerfi Flugfélagsins Delta sýnir vel.
Hætta er á því að ekki sé nægilega vel gætt að því að ítarlega ofan í saumana á þeim möguleikum á bilunum og afleiðingum af þeim í sístækkandi og flóknari tölvukerfum sem stjórna orðið mest öllu lífi okkar, og þarf að gera bragarbót þar á.
Delta aflýsir hundruðum flugferða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ef ekki væru neinar tölvur væri enginn þeirra hundruð þúsunda manna, sem vinna við viðhald þeirra og viðgerðir á þeim, með þá vinnu."
Og Ómar Ragnarsson ekki heldur að gapa hér á Netinu.
Ef engir væru bílarnir væri enginn þeirra milljóna manna sem vinna við smíði þeirra og viðgerðir með þá vinnu.
Og enginn slasaðist eða létist vegna bílslysa.
Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 20:29
Ég myndi nú segja, að vandamálið væri aðgætuleysi ... frekar en bilanatíðni.
Tökum sem dæmi byssu ... byssa er hættulegt verkfæri, og ef ég væri byssuframleiðandi, myndi ég sjá til þess að hver byssa hefði öryggi sem tryggði að eigandi hennar gæti aldrei notað hana gegn mér.
Tökum annað dæmi, Microsoft framleiðir hugbúnað en hefur á honum lykil sem gerir þér ekki kleift að nota hann, nema þú hafir borgað fyrir. Aðrir, setja í vírusa, sem eyðileggur forritið ef þú ekki borgar.
Í stórum hluta þessa heims, er pólitík stærri þáttur en "peningar". Og enn stærri þáttur en öryggi. En hjá "business" fólki, er ekkert mikilvægara en hagnaðurinn ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.