Verðtryggingin ekki að fullu afnumin?

Svo er að sjá af ummælum forsætisráðherra að í nýjum lögum um verðtryggingu verði hún ekki að fullu afnumin. "Afnám verðtryggingar" hefur samt verið slagorðið sem hamrað hefur verið á hjá flokki hans alveg síðan fyrir síðustu kosningar og fjöldi fólks hefur trúað því og bariast fyrir því að það sé jafnvel eitthvert mesta þjóðþrifamálið nú að afnema hana. 

Þetta hefur verið trúarsetning og gengið vel í marga, af því að þeir sem eru með verðtryggð lán hafa getað fengið út gríðarlegar upphæðir, sem lán þeirra hafa vaxið um þegar verðbólgan hefur þrýst afborgunum af verðtryggðum lánum upp. 

Í þeim útreikningum hefur hins vegar yfirleitt gleymst að taka á móti með í reikninginn, um hvaða upphæðir launin hafa hækkað á sama tíma. 

Alveg hefur gleymst í umræðunni hvers vegna verðtryggingin var sett á á útmánuðum 1979. 

Það var gert til að vinna bug á einhverju allra stærsta ranglætismáli síðustu aldar, sem var það, að vextir voru langt fyrir neðan raunvexti og hundruðum milljarða króna var beinlínis rænt af sparifjáreigendum og færðir í vasa þeirra, sem voru í aðstöðu til að geta skuldað sem mest. 

Á mestu verðbólguárunum, 1973-1990 brunnu innistæður upp á verðbólgubálinu, þeirra á meðal líknarsjóðir og það sem fólk hafði lagt fyrir til elliáranna. 

Hins vegar græddi fólk, sem var að koma sér upp þaki yfir höfuðið, allt að 40% af verði húseignanna.

Sumir orðuðu þetta þannig að unga fólkið færi ránshendi um eignir gamla fólksins. 

Vilmundur Gylfason var meðal þeirra sem börðust gegn þessu og með svonefndum Ólafslögum hafðist verðtryggingin fram. 

Það hefur komið fram að verðtryggingin henti misvel fyrir lántakendur, betur til skamms tíma en langs. 

Orðið verðtrygging segir allt um það, hvaða tilgangin hún á að þjóna. Hún á að tryggja að raunverð þess fjár sem verið er að nota, sé tryggt. 

Þetta kemur sér auðvitað vel fyrir lánastofnanir, sem fá að komast upp með það að taka enga áhættu af viðskiptunum í stað þess að áhættan skiptist betur á milli lánsaðila. 

Mesta réttlætismálið er því það, að engar hömlur séu á því hvers konar lán lántakendur geti tekið og þess vegna gæti það verið skynsamlegt, að lög um verðtryggingu nái slíku jafnræði fram, eins og orð forsætisráðherra virðast fela í sér. 

En upphrópunin um "afnám verðtryggingar" reynist þá hafa verið kosningaslagorð á grundvelli vanþekkingar, enda hefur ósætti innan stjórnarflokkanna fyrst og fremst tafið málið. 

Þeir geta aðeins kennt sjálfum sér um þennan drátt og það, ef málið klárast ekki fyrir kosningar. 

Slagorðin hafa stundum þann galla að þau alhæfa um of. Sífellt er talað eins og að allir hafi fengið skuldaleiðréttingu eða leiðréttingu vegna "forsemdubrests", en stórir þjóðfélagshópar fengu engan forsendubrest bættan, svo sem leigjendur, gamalt fólk, öryrkjar og þeir lægst launuðu. 

Og að stórum hluta borga þeir, sem leiðréttinguna fengu, hana sjálfir að stórum hluta í gegnum hærri skatta og ef verðbólga eykst. 


mbl.is Nefnir tvö mál sem þarf að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með afnámi verðtryggingar minnkar áhætta lántakenda, en áhætta sparifjáreigenda, það vill segja fólks sem er að safna lífeyri í almennum lífeyrissjóðum eykst. Þeir sem eiga réttindi í opinbera kerfinu geta svo ráðið öðrum heilt; það er útlátalaust fyrir þá.

Margir ágirnast ódýran aðgang að fé gamla fólksins. Þegar komandi stjórnleysi með borgaralaunum og ofursköttum tekur við, þá geta þingmenn og aðrir í sömu sporum huggað sig við sinn verðtryggða lífeyri. Væri ekki ráð að afnema þau forréttindi með einu pennastriki?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 09:56

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er á því að verðtryggingin var sennilega það eina sem mönnum datt í hug 1979. Það sem hefði átt að gera þá var að hækka stýrivexti til þess að hamla þennslu og auka sparnað. Þetta flokkast undir syndir feðranna. Það sama gildir um vanskil opinberra aðila í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.

Ég tel mjög ólíklegt að fólk sem er þegar með verðtryggða (afleiðu) samninga fái einhverjar bætur úr opinberum sjóðum. Nema það geti sannað að það hafi vitað hvað þau voru að skrifa undir. Slíkt gæti þó gerst með þjóðarsátt.

Hins vegar á að banna þessa tegund lána til almennings sem hefur enga burði til þess vita hvað það er að skrifa undir.

Verðtryggð lán (eins og við þekkjum þau) eru ekki bundin við einhverja ákveðna vöru eða hráefni. Þetta byggist á huglægu mati sem breytist á milli missera. Ef það er metið sem svo að fleiri kaupa sér dýra bíla þetta árið, þá hækkar vísitalan. Ef fleiri halda að sér höndum varðandi bílakaup, þá stendur hún yfirleitt í stað eða hækkar ekki eins mikið. Sama gildir um húsnæðiskaup, verslunarhegðun, fatasmekk, áfengisneyslu o.s.frv. - það er engin leið fyrir almenning að vita hvað er í gangi - hvað þá sérfræðinga í afleiðuviðskiptum!

Þar fyrir utan, þá dregur verðtryggingin úr áhrifum stýrivaxta á almenning - nema þá á fyrirtæki sem skila þeim út í vöruverð, en þá oftast til hækkunar. Mjög sjaldan til baka.

Verðtrygging brenglar hagkerfið.

Lífeyrissjóðskerfið er svo efni í heila bók. Þar er ekki unga fólkið að stela peningum úr sjóðum. Nær væri að skoða "misheppnaðar fjárfestingar" og spillingu innan sjóðanna. Þetta er auðvita mismunandi á milli sjóða og það er auðvita hlutverk sjóðsfélaga að fylgjast með þessu.

Sumarliði Einar Daðason, 8.8.2016 kl. 11:10

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Leiðrétting: "Nema það geti sannað að það hafi EKKI vitað hvað þau voru að skrifa undir."

Sumarliði Einar Daðason, 8.8.2016 kl. 11:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 11:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðismaðurinn Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 og verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.

F
ramsóknarmaðurinn Tómas Árnason var fjármálaráðherra 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.

Alþýðubandalagsmaðurinn Ragnar Arnalds
, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var hins vegar fjármálaráðherra 1980-1983.

Alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra 1987-1988 og verðbólgan hér fór í um 25% árið 1987.

Sjálfstæðismaðurinn Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframaður.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og sjálfstæðismaðurinn Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Hagsaga Íslands

Verðbólgan hér á Íslandi 1940-2008

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Og þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var samkvæmt Hagstofu Íslands hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki í evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Og ef verðtrygging hér yrði lögð af koma að sjálfsögðu óverðtryggð lán í staðinn fyrir verðtryggð.

Enginn hefur hins vegar hugmynd um hver verðbólgan hér á Íslandi yrði að fimm árum liðnum ef við yrðum áfram með íslenskar krónur.

Og lánveitendur vilja að sjálfsögðu hafa vexti af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum hærri en sem nemur hugsanlegri verðbólgu hér á Íslandi á því tímabili.

Í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér hins vegar til að lána öðrum fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.

Húsnæðislán í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:29

8 identicon

Verðtryggð lán (eins og við þekkjum þau) eru bundin við verð á ákveðnum vörum og þjónustum. Vísitalan byggir ekki á huglægu mati sem breytist á milli missera. Tímabundnar breytingar á neyslu hafa engin áhrif á vísitöluna. Ef fleiri kaupa sér dýra bíla þetta árið, þá hefur það engin áhrif á vísitöluna. Ef það skeður 4-5 ár í röð breytist grunnur vísitölunnar til samræmis við breyttar neysluvenjur.

Um fátt er fjallað eins mikið og reglulega og áhrif verðbreytinga á vísitölubundin lán. Hver hækkun á vörum og þjónustum er umreiknuð í hækkanir lána í flestum fjölmiðlum. Nýfundin fáfræði Íslendinga um áhrif verðhækkana á vísitölubundin lán er ekki sannfærandi í ljósi allrar umfjöllunarinnar sem verið hefur síðan fyrst var farið að bjóða svona lán.

Davíð12 (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 12:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:33

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:40

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 12:41

15 identicon

Væri bara ekki ágætt, að byrjað verði á því að reykna þessi verðtryggðu lán eins og lög um vexti og verðtryggingu lög nr. 38/2001 13.gr segir til um,  allar greiðslur skulu verðbættar, þannig að höfuðstólinn lækkar við hverja afborgun, síðan þarf náttúlega að taka á þessu vaxtabrjálæði seðlabankans,hann hefur stýritækið bindiskyldu, og ekki hægt að sjá annað enn það hefði mátt nota hana á allar þessar hótelbyggingar, eða dreyfa þeim á fleiri ár.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 12:51

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Er það ekki í raun Seðlabanki Íslands sem ákveður hvernig þetta skuli vera reiknað út? Alla vega miðað við ofangreind lög.
(Þessi umræða hefur oft farið af stað áður.)

Sumarliði Einar Daðason, 8.8.2016 kl. 15:55

17 identicon

Ofangreind lög 13.gr er alveg kýr skýr, og ef ekki er farið eftir henni, er verið að brjóta lög, og seðlabankinn getur ekki túlkað hana neitt öðru vísi en 13.gr segir. Síðan segir 65.gr Stjórnarskráinnar að dómendur skulu aðeins dæma eftir lögum landsins.

Sumarliði kanski þurfum við Stjórnlagadómstól,til að farið verði eftir lögum og Stjórnarskrá landsins.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 16:18

18 identicon

Skrýtið að Ómar skuli ekki fatta hvernig samsteypustjórnir vinni, hafandi búið hér alla sína tíð. Nema það hafi farið framhjá honum að samstarfsflokkur framsóknar er (líkt og flokkurinn hans Ómars) ekki á því að afnema eigi verðtrygginguna.

Það er hins vegar búið að hrekja síðustu málsgreinina svo oft að ég nenni því ekki núna.

ls (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 17:20

19 identicon

Hér er mikið og margir búnir að tjá sig um verðtrygginguna. En af þeim öllum dettur engum í hug að nefna að verðtryggingin var allt í lagi í upphafi. Það var vegna þess að í upphafi var launavísitalan inni í verðtrygginunni, sem þýddi það að laun hækkuðu í samræmi við aðrar verðhækkanir í landinu. En það var ekki nógu gott fyrir peningaöflin í landinu, þannig að aðeins hálfu ári eftir að verðtryggingin var sett á þá var launavísitölunni kippt útúr verðtryggingajöfnunni. Ef hún væri enn inni væri þetta ekkert vandamál og hefði aldrei verið. En þar sem pólitíkusarnir eru eign fjármálaaflanna og hafa aldrei verið að vinna fyrir almenning í landinu þá stendur ekki einu sinni til að laga þetta. Allir pólitíkusarnir rugla bara og bulla aftrábak og áfram um ekki neitt og ef þeim dettur í hug að gera eitthvað er það yfirleitt verra en ekki neitt, allavega fyrir almenning í landinu. Og ég sé því miður engar breytingar til batnaðar framundan og þá skiptir ekki nokkru einasta máli hvot kosið verður fyrr eða seinna.

Kveðja

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 19:56

20 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Jón Ólafur, ég held að Stjórnlagadómstól sé bráðnauðsynlegur. Ekki bara út af verðtryggingamálinu heldur líka út af spillingu og klárum brotum á mannréttindum.

(Ég hef oft nefnt það á milli vina, að stærsta mannsal og þrælahald hér á landi er af hálfu "stjórnvalda". Hvað er íslenska ríkið búinn að fá marga alþjóðlega eða EFTA dóma á sig sem það segist ekki vera bundið af, því það er ekki í okkar lögsögu?)

Sumarliði Einar Daðason, 9.8.2016 kl. 11:45

21 identicon

Fjóttán rímur kveður hann

ruglar ærið mikið

Ómar Ragnars elskar þann

fari hann ei yfir strikið

Wladimyr (IP-tala skráð) 11.8.2016 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband