Þarf að taka betur á leikaraskap.

Leikaraskapur í knattspyrnu setur allt of mikið mark sitt á íþróttina og þarf að taka betur á þessum ósóma. 

Mikið væri gaman ef myndir væru til af leikmönnum hér um árið, svo sem Elmari Geirssyni, sem hlupu upp úr hverri tæklingunni af fætur annarri í stað þess að stefna beinlínis að því að láta sig detta með miklum leikrænum tilburðum og leika þjáningarhlutverk með miklum tilþrifum, veltandi um í grasinu.

Þetta minnir mig á sögu, sem Hemmi Gunn heitinn sagði mér af leik á Akureyri þar sem Hemmi var í öðru liðinu og einhver litríkasti, besti og þekktasti knattspyrnudómari landsins, Magnús Pétursson, var dómari.

Hermann fékk eitt sinn boltann og brunaði með hann í átt að marki andstæðinganna, en þar hrinti harðvítugur varnarmaður honum af miklum fautaskap, svo að Hemmi féll við og missti af boltanum.

Hermann spratt á fætur og átti von á að dómarinn flautaði, en hann lyfti ekki einu sinn flautunni.

Hemmi hljóp til Magnúsar og spurði hann af hverju hann hefði ekki flautað.

Magnús svaraði: "Það var ekki að sjá á viðbrögðum þínum að það hefði verið brotið á þér.

Skömmu síðar fékk Hermann boltann og brunaði með hann fram á svipuðum slóðum og í fyrra skiptið, en aftur sýndi varnarmaðurinn sama fautaskap og fyrr svo að Hermann féll, en í þetta skiptið kútveltist hann á vellinum og engdist af sársauka.

En Magnús flautaði ekki heldur í þetta skiptið.

Hemmi staulaðist þá á fætur, haltraði til Magga og kvartaði sáran: "Af hverju flautaðirðu ekki núna?"

Magnús svaraði í aðvörunartón: "Hermann, engan leikaraskap!"   


mbl.is Dæmdur í leikbann fyrir leikaraskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband