10.8.2016 | 22:16
Þrusuframboð.
Magnús H. Magnússon var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á ögurstundu í gosinu 1973 og varð landsþekktur á svipstundu. Í framhaldinu varð hann alþingismaður og ráðherra 1978.
Ekki þarf að kynna son hans Pál Magnússon né undrast að hann vilji nú hasla sér völl í stjórnmálum.
Hann elst upp við ilm af pólitík, bæði sveitarstjórnarpólitík og landsmálapólitík, og naut sín vel sem þingfréttamaður þegar hann tók það að sér 1985, og ekki síður sem kraftmikill fyrsti fréttastjóri á Stöð 2.
Ekki á heldur að þurfa að koma á óvart að hann vilji í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi, þótt faðir hans hafi verið í Alþýðuflokknum.
Suðurkjördæmi er sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins og Páll veðjar á vera í vinningsliði á fyrrum heimaslóðum sínum.
Páll Magnússon vill leiða listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Páll Magnússon er svona svakalega klár, vel ættaður - und alles, því hefur maðurinn ekki meiri metnað en það að skríða í spillingarbæli Íhaldsins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2016 kl. 22:35
Fyrir hverju stendur Páll Magnússon í pólitíkinni er hann ESB sinni sem dæmi?
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 10.8.2016 kl. 22:39
"Uber und alles?" Klár í slaginn. Hefur staðið vel í opinberu starfi. Skar niður þegar þess var krafist, meir en margur annar kerfissinni. Stóð í ístaðinu. Flóra framboða innan flokksins á Suðurlandi hefur stuðlað að velgengi hans. Spennandi verður að sjá valið hjá flokksmönnum. Hver heldur flokknum saman og hefur forystuna í kjördæminu.
Sigurður Antonsson, 10.8.2016 kl. 23:13
Það er margt annað en flokkspólitískar línur sem þarf að hafa í huga varðandi menn og málefni.
Ómar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 09:49
Fulltrúar Íhaldsins í Suðurkjördæmi hafa verið áberandi snauðir af “intellectualism”. Páll Magnússon smellpassar því inn í hópinn, en eitt af hans stærstu áhugamálum eru víst pallbílar - pickups.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2016 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.