17.8.2016 | 16:43
Mín tegund af maraþonhlaupi.
Fyrir ellefu árum bannaði læknir mér að hlaupa, af því að ég hefði gert of mikið af því um ævina og hnén að nálgast bein í bein. Í staðinn hef ég læðst hratt í hlaupum upp stiga.
En einhvern veginn er þetta árstíminn þegar það er ástæða til að takast á við einhverja áskorun, sem er í svipuðum dúr og erfitt langhlaup.
Og það ætla ég að reyna eins og í fyrra.
Í fyrra fór ég af stað 18. ágúst á rafhjólinu Sörla á leið frá Akureyri til Reykjavíkur til að sýna fram á yfirburði rafaflsins hvað snerti orkukostnað, sem var aðeins 115 krónur.
Á myndinni er Sörli að blása mæðinni í Bakkaselsbrekkunni.
Nú er ætlunin að fara í fyrramálið frá Ráðhúsi Reykjavíkur til Ráðhústorgsins á Akureyri á minna en sex klukkustundum á létta bifhjólinu ( "vespuhjól") Létti, sem er með einkanúmerinu EDRÚ.
( Léttir Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum var annar tveggja frægustu gæðinga Íslandssögunnar og afburða skeiðhestur ) til að sýna fram á yfirburði þessara vespuhjóla, sem geta haldið þjóðvegahraða en eru með minnst þrisvar sinnum minni orkukostnað og heildarrekstrarkostnað en ódýrustu bílar.
Geysivinsæl í Evrópu, þarf ekki mótorhjólapróf, 15 ára aldur nægir, og fleiri fríðindi.
Takmarkið er að eyða ekki meira en 10 lítrum samtals á leiðinni, þrátt fyrir þjóðvegahraða, ( 2,5 á hundraðið) og að orkukostnaðurinn verði minni en 1900 krónur á þessari leið.
Ef vel gengur kannski haldið áfram austur hringveginn og gert fleira í sama dúr. Þetta verkefni er í þágu umhverfismála en í ár hef ég verið með annað stórt verkefni, sem er í þágu íslenskrar náttúru og ber heitið "Hróður lands og þjóðar"
Ég er nú að leggja lokahönd á síðustu lögin af 16 nýjum lögum af 52 lögum um náttúru Íslands, land og þjóðlíf, sem stefnt er að að gefa út í hljómdiskaalbúmi til að vekja athygli á hugmyndinni um stóran þjóðgarð á hálendi Íslands undir ofangreindu heiti.
Þetta verkefni kostar tíma, vinnu og fé og róðurinn er þungur. Hægt verður að fylgjast með vespuhjólinu Létti á morgun með því að fara inn á slóðina life. @ at.is
Ef einhverjir vilja heita á verkefnið "Hróður lands og þjóðar" eru þetta upplýsingarnar:
0130 26 160940 kt. 160940 4929
Ómar Ragnarsson, Fróðengi 7, 112 Reykjavík.
Dagarnir fyrir hlaup skipta miklu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Glæsilegt og gangi þér vel, Ómar minn.
Þorsteinn Briem, 17.8.2016 kl. 18:40
Vel gert hjá þér, Ómar - Þú sannar það æ oftar að allt er fertugum fært...eða þannig. - Gangi þér vel.
Már Elíson, 17.8.2016 kl. 20:36
Ómar er engum líkur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 20:53
Ólympíkskar dýfur:
Ingiríður sig ýfði,
og ekki Givönnu hlífði,
frá miðnætti lon og don,
lá hún í maraþon,
með Pedró sem réri - og dýfði...
http://www.mbl.is/folk/frettir/2016/08/17/osaetti_eftir_maratho
Lalli varamaður (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 21:42
Gott mal. Geturdu valid um gira eda ertu bara ad nota einn gir,svona eins og snjosledar?
Sigurður Andrés Jónsson, 18.8.2016 kl. 01:48
Flottur. Mér finnst að Landsvirkjun og Landsnet ættu að vera skyldug að lesa pistla þína um raforkuafl til þess að ferðast á milli A til B. Sérstaklega með hliðsjón af því hvernig bílar og aðrir farakostir stefna í að vera innan 10-20 ára. Í sumum löndum er verið að tala um bara 5 ár.
Sumarliði Einar Daðason, 18.8.2016 kl. 12:00
VW to debut 300-mile EV at Paris motor show next month
Þorsteinn Briem, 18.8.2016 kl. 16:45
Fylgjast má með staðsetningu Ómars hér (þysja þarf út á kortinu til að finna hann).
Þorsteinn Briem, 18.8.2016 kl. 17:05
Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn
Þorsteinn Briem, 18.8.2016 kl. 19:53
Gæti tvöfaldað endingu rafhlaðna
Þorsteinn Briem, 20.8.2016 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.