17.8.2016 | 21:33
Nöfn barna eru mannréttindamál.
Í allri umræðunni um mannanöfn á Íslandi heyrist sjaldan eða aldrei minnst á það, hve það getur verið erfitt fyrir barn að heita skrýtnu og asnalegu nafni.
Hættan á slíku réttlætir að það séu takmörk fyrir því hvaða nöfnum má klína á ómálga börn.
Í barnæsku var ég viðkvæmur fyrir nafni mínu, af því svo fáir hétu því þá. Síðar hef ég verið afar þakklátur fyrir að hafa verið skírður þessu óvenjulega nafni á þeim tíma, í stað þess að fá nafnið Ólafur í höfuðið á Ólöfu ömmu minni, en vegna hins afkáralega eldrauða hárlitar hefði ég áreiðanlega verið kallaður Óli rauði, til dæmis í Stórholtinu þar sem ég ólst upp, því að strákur í næsta húsi var kallaður Óli stóri.
Nafnið Fimmsunntrína var stundum nefnt sem dæmi um fáránlega nafngift konu, sem fædd var á fimmta sunnudegi eftir trinitatis.
Í slíkum tilfellum er það mannréttindamál að tekið sé í taumana.
Stúlkan sagðist heita hálfviti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dæmi um leyfileg íslensk nöfn, samkvæmt Mannanafnanefnd:
Saxi Melrakki Snæringsson, Jeremías Engill Myrkvason, Aríel Þiðrandi Stormsson, Ljúfur Knörr Gjúkason og Þyrnir Fenrisson.
Þorsteinn Briem, 17.8.2016 kl. 22:30
"13. gr. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni skv. 6. gr., þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því."
"20. gr. Heimilt er að breyta ritun nafns í þjóðskrá án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Slík breyting á nafnritun skal fara fram eftir reglum sem ráðherra setur að höfðu samráði við mannanafnanefnd.
Hver maður getur aðeins fengið slíka breytingu gerða einu sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi."
Lög um mannanöfn nr. 45/1996
"Þjóðskrá Íslands getur við ýmsar aðstæður sem nefndar eru í VI. kafla mannanafnalaga leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenninafni (t.d. að barn verði kennt til stjúp- eða fósturforeldris).
Slíkar breytingar skulu þó aðeins leyfðar einu sinni nema sérstaklega standi á.
Það telst ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað.
Ekki er því þörf á sérstöku leyfi til slíkrar nafnritunarbreytingar heldur skal hún tilkynnt Þjóðskrá Íslands.
Dæmi: Dóttir Maríu og Guðmundar Karls er nefnd Guðmundsdóttir en má þess í stað nefnast Maríudóttir eða Karlsdóttir."
"Þjóðskrá Íslands getur leyft aðrar breytingar á ritun nafns á þjóðskrá, án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Dæmi: Maður getur óskað eftir að fella eitt eða fleiri af nöfnum sínum úr þjóðskrá eða að skammstafa eitt eða fleiri af nöfnum sínum (t.d. millinafn)."
Meginreglur um mannanöfn - Nafnbreytingar
Þorsteinn Briem, 17.8.2016 kl. 22:32
Mannanafnaskrá
Þorsteinn Briem, 17.8.2016 kl. 22:35
Mannanafnaskrá
Þorsteinn Briem, 17.8.2016 kl. 22:42
Sæll Ómar þessi nöfn fann ég í íslendingabók.
Álfur,Kaprasíus ,Kálfur, Eilífur,Rustikus, Kaðlín,Hrútur,Lofthæna.
Hörður Halldórsson, 17.8.2016 kl. 23:49
Fimmsumtinatuttugasta21juliana ?
Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2016 kl. 10:17
Hvað er að foreldri sem kinnroðalaust gefur barni sínu nafnið Ljótur? Innilega sammála þér, Ómar.
Verst hve mikil della hefur runnið samþykkt gegnum mannanafnanefnd, sem "eðlileg nöfn" sökum þess hve vel þau fallbeygjast.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.8.2016 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.