21.8.2016 | 08:28
Skárra að ráða atburðarásinni en missa stjórn á henni.
Ef fylgi Framsóknarflokksins verður áfram í sama fari og verið hefur er ljóst að fjöldi núverandi þingmanna muni detta út af þingi.
Margir núverandi þingmanna munu því hugsa sig um tvisvar áður en þeir fara að nýju út í baráttu fyrir þingsæti, sem hvort eð er er mikil hætta á að tapist.
Að hætta strax af eigin hvötum er augljóslega skárri kostur en að láta henda sér út af þingi.
Skárra er að ráða atburðarásinni en að missa stjórn á henni.
Ásmundur Einar hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásmundur Einar er ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera þó hann hafi að vísu opinberað það með því að vera í téðum Framsóknarflokki. - Hann er einmitt búinn að sjá hvert leiðin liggur, því hinn alkunni klíkuskapur og það undirmok sem fylgt hefur þessum flokki alla tíð, er orðin gegnsætt öllu hugsandi fólki og einum of opinbert. - SDG var/er dropinn sem fyllti mælinn í sjúkri pólitík Framsóknarflokksins, og hann sér einn og óstuddur um voðaverkið (lesist : góðverkið)að jarða þennan mölétna flokk endanlega.
Már Elíson, 21.8.2016 kl. 08:57
Framsóknar rotturnar á flótta
anna (IP-tala skráð) 21.8.2016 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.