Hópíþrótt skapar einstaklingsverðlaun.

Við erum það örsmá þjóð á alþjóðlegan mælikvarða og því er það óvenjulegt afrek að við eigum á sama tíma lið í knattspyrnu karla og kvenna sem komast á stórmót og körfuboltalið sem kemst á stórmót. 

Þess vegna er það helst í einstaklingsíþróttum sem smáþjóðir eiga möguleika á verðlaunum á stórmótum. 

En það er líka skemmtilegt þegar hópíþrótt eins og handbolti skapar afburðaeinstaklinga, sem fá verðlaun á stórmótum. 

En þannig eru það íslensku þjálfararnir sem næla sér í tvö af þremur verðlaunum, sem eru í boði fyrir þjálfara í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó og varpa með því ljóma á land okkar. 


mbl.is Þrenn verðlaun til Íslendinga í Ríó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru menn sem við megum vera stolt af.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2016 kl. 18:59

2 identicon

Íslendingar sem þjóð fengu engin verðlaun.

https://www.rio2016.com/en/medal-count-country

Þjálfarar fá ekki heldur verðlaun.

Því er þessi frétt bara bull

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband