Uppreisn eftir óvægnar árásir.

Guðmundur Guðmundsson hefur á langri og erfiðri leið til gullverðlauna á Ólympíuleikum orðið að standa undir mikilli ágjöf og oft óvægnum og ósanngjörnum árásum frá svonefndum handboltaspekingu í Dannmörku. 

Stundum hefur mátt hafa það á tilfinningunni að mörgum Dönum svíði að maður úr röðum örþjóðarinnar á útnára veraldar, sem öldum saman var hluti af Danaveldi, skuli vera þjálfari landsliðs hinnar fyrrum herraþjóðar. 

En Guðmundur stóð þetta allt af sér og sagðist ekki lesa þessar skammmir álitsgjafanna. 

Nú gildir það sem sagt hefur verið á ensku: "You can´t argue with success." 

Eða upp á íslensku: Sá hlær best sem síðast hlær. 

Nú vildu allir Lilju Gullmundar Guðmundssonar kveðið hafa. 


mbl.is „Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Mikið innilega samgleðst ég Guðmundi Guðmundssyni með árangur hans og danska landsliðsins í handbolta. Ég þekki handbolta vel,æfði og spilaði hann sjálf og fylgist eins vel og kostur er. Ég hef alltaf átt afskaplega bágt með að halda með Dönum vegna gegnumlýsandi hroka þeirra og gagnrýni á íþróttina .Ekki bara gagnvart sínu liði heldur gagnvart öðrum liðum og þjálfurum sem eru eins og Guðmundur ,að þjálfa landslið í öðru landi.Ég samfagnaði Dönum í gær ekki síst vegna þess að þarna fékk Guðmundur uppreisn æru eftir að sitja undir vægast sagt ljótum persónulegum árásum frá "spekingum" sem allt þykjast kunna og vita. Guðmundi tókst í gær að sanna það að hann er einn besti handboltaþjálfari í heimi ef ekki sá besti. laughing

Ragna Birgisdóttir, 22.8.2016 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband