1.9.2016 | 08:46
Gunnlaugssynir, - þó ekki bræður, - hafa lög að mæla.
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði fína grein í Morgunblaðið þar sem hann færði rök fyrir því að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði brjóti í bága við stjórnarskrá, og í dag skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka ágæta grein um málið.
SDG kom í upphafi ferils síns sem stjórnmálamaður eins og ferskur vindur inn í umræðu um borgarskipulag og hefur sett fram athyglisverðar skoðanir í málum stórhýsa við Hörpu og staðsetningu Landsspítalans.
Á góðri loftmynd RAX af norðaustur-suðvesturbrautinni ( 06/24) sést vel hve auðvelt er að hnika henni lítillega til að hægt sé að taka hana í notkun á ný. Einnig sést vel, að 70% brautarinnar er innan brautarkerfis vallarins, þannig að gera má hana nothæfa fyrir sjúkraflugvélar og smærri farþegaflugvélar án mikilla breytinga.
Riftun samnings yrði umskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ykkar skoðun en ekki staðreynd, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:03
Sjálfsagt að hefja einnig málaferli um þetta mál bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og kyrja svo sönginn um að svo langt sé lið frá sérstökum kosningum um flugvallarmálið að ekkert sé að marka þessar kosningar:
19.8.2016:
"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."
"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.
Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.
Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.
Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:06
26.8.2016 (síðastliðinn föstudag):
"Ríkið hafði fullnægjandi heimildir til að selja Reykjavíkurborg landspildur við Reykjavíkurflugvöll og var skylt að ganga frá sölunni.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Andstæðingar þess að loka einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafa dregið í efa að ríkið hafi haft heimild til að selja jörðina.
Það er vegna þess að heimild til sölunnar var aðeins að finna í fjárlögum ársins 2013 en ekki var gengið frá sölunni fyrr en í ár.
Í minnisblaðinu segir að Hæstiréttur hafi með dómi í júní staðfest að ríkinu væri heimilt að selja borginni landið.
Borgaryfirvöld kröfðust þess að ríkið yrði látið ganga frá sölusamningi og loka norðaustur/suðvestur-flugbrautinni.
Hæstiréttur varð við því og hafnaði þeim rökum ríkisins að söluheimild væri fallin úr gildi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann sagði að ríkið hefði skort heimild til sölunnar óháð því hvort heimild fyrir slíku væri gefin í fjárlögum eða ekki.
Hann sagði að ríkið þyrfti heimild í almennum lögum en ekki fjárlögum til að mega selja eignir sínar og kvað lögfræðinga almennt sammála um slíkt.
Þessu sjónarmiði er andmælt í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Þar segir að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi fyrir því að sala fasteigna hafi verið talin heimild á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þeirri grein fjárlaga sem fjalli um kaup, sölu og leigu á fasteignum ríkisins og öðrum lögum.
Því hafi verið gengið frá samningnum við borgina.
Jafnframt segir að ríkið kynni að hafa skapað sér bótaábyrgð ef það hefði ekki staðið við samkomulagið við borgina."
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:44
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:52
Dómur um NA/SV-flugbrautina á Vatnsmýrarsvæðinu (sem segir nákvæmlega það sem undirritaður hefur alltaf sagt hér um þetta mál)
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:54
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 09:57
Nú á ríkið því eingöngu landið undir austur/vestur-braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á því svæði.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 10:08
Jarðalög 2004 nr. 81 9. júní.
35. gr. Sala til sveitarfélaga. Heimilt er að selja ríkisjarðir eða hluta þeirra þeim sveitarfélögum sem jarðirnar eru í og einnig stofnunum og fyrirtækjum þeirra.
Davið12 (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 10:15
5.5.2009:
"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.
Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.
Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.
Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 10:23
11.7.2012:
"Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir.
Þetta segir formaður borgarráðs sem telur að áætlanir um íbúðabyggð í Vatnsmýrinni standist og flugvöllurinn verði farinn þaðan árið 2024."
Segir innanríkisráðherra þurfa að virða skipulagsvald Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 10:24
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 10:33
Gunnlaugssynir, - hafa lög hundsað. Jarðalög eru hin almennu lög sem heimila söluna en þeir láta eins og séu ekki til.
Stjórnarskráin kallar eftir lögum um sölu á eignum ríkisins. Ekki er hægt að setja lög í hvert sinn sem ríkið selur vegavinnuskúr eða bíl, jörð eða borð. Því eru ýmis almenn lög sem setja reglurnar um sölur á ríkiseignum. Heimildin sem Jón Steinar finnur ekki er í Jarðalögum. Og lagalegar forsendur fyrir sölunni því í fullkomnu lagi.
" 35. gr. Sala til sveitarfélaga. Heimilt er að selja ríkisjarðir eða hluta þeirra þeim sveitarfélögum sem jarðirnar eru í og einnig stofnunum og fyrirtækjum þeirra."
Davið12 (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.