4.9.2016 | 10:02
Tímamótaleikur með autt blað.
Það verður alltaf ákveðið spennufall eftir fyrirbæri eins og frægðarför íslenska knattspyrnulandsins á EM í Frakklandi.
Þótt hægt sé að byggja á uppbyggilegu starfi síðustu árin, er líklega mesta hættan á, að landsliðið okkar hökti einmitt í þessum leik, sem markar nýtt tímabil og nýtt viðfangsefni.
Ef landsliðið stenst þá þolraun að koma vel út úr útileik, þar sem byrjað er á nýju verkefni með autt blað, ef það gríðarlega mikilvægt.
Ef það tekst ekki er að vísu heimaleikur siðar í haust, en hann verður erfiðari en ella ef ekki gengur nóg vel í Kænugarði.
Þetta verður bardagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.