Þegar fyrirfram er búið að gera mál að "stórhneyksli."

Nú sér maður á blogginu að enn eitt RUV hneykslið hefur átt sér stað. Það felst í því að RUV skyldi telja það vera fyrstu frétt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Sprengisandi rétt áður um að stuðningur við hann hefði aldrei verið meir á ferli hans. 

Er þetta talið sýna að RÚV sé í þvílíkri herferð gegn SDG, að það "endurvinni" frétt á Bylgjunni til þess að ná sér niðri á honum. 

Nú er það þannig, að fjölmiðlar vitna oft hverjir í aðra þegar eitthvað fréttnæmt gerist, bæði hér á landi og erlendis.

Í sumum tilfellum er fréttin svo ný, að ekki gefst tími til að ná viðtali við viðkomandi,  en svo er að sjá af þessari gagnrýni, að RÚV megi alls ekki gera þetta. 

Þetta er alveg ný kenning í blaðamennsku, og erfitt að sjá hvernig frétt um mesta stuðning á ferlinum geti verið slæm fyrir stjórnmálamann. 

Og það skyldi þó ekki vera, að ef RÚV hefði ekki sagt frá þessu, hefði það verið sakað um að stinga góðum fréttum um SDG undir stól.

Og svo er að sjá, að ekki dugi minna en að tala um "hvert stórhneykslið á fætur öðru."

Og í öðru bloggi er þess krafist að RÚV verði þegar í stað lagt niður og allt starfsfólkið rekið.  


mbl.is Aldrei upplifað eins mikinn stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2013:

Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.

"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.

Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og fjölmargir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:37

5 identicon

Þjóðin verður með einhverjum ráðum að losa sig við vandræða gemlinginn Sigmund Davíð. Ófriður, íllindi og vesen fylgja þessu lítt menntaða dekur barna, sama hvar hann er, innan þings eða utan. Einn möguleiki væri að kæra hann fyrir afglöp í starfi sem og fyrir skattsvik.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 21:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2016 (síðastliðinn fimmtudag):

"Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26,3% fylgi og Píratar með 25,8% en munurinn mælist ekki marktækur.

16,2% ætla að kjósa Vinstri græn, svipað og síðast. Viðreisn bætir við sig 1,5% og mælist nú með 10,6%."

"Framsóknarflokkurinn yrði ekki svipur hjá sjón. Hann er nú með 19 þingmenn en fengi 6 ef gengið yrði til kosninga nú og engan mann kjördæmakjörinn í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmunum."

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 21:45

8 identicon

Þegar horft er til þess hverslags fólk er að kalla eftir breytingum á RÚV verður manni ljóst hve vel RÚV stendur sig. RÚV er greinilega að standa sig vel ef þetta fólk kvartar. Ég hefði áhyggjur ef þetta fólk væri sátt við RÚV.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 00:08

9 identicon

Arnar Páll Hauksson spurði Helgu Þórðardóttur á Fundi fólksins:  "Who are you?" áður en hann rak hana niður af sviðinu.  Leit hún út fyrir að vera útlensk?  Þurfti hún að hafa túlk með sér?  Var hún of feit?  Hvað er hann Benedikt Jóhannesson þungur?  Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að eiga heima á fundi fólks RÚV?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 08:48

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hábeinn.  Ég get fallist á röksemdafærslu þína um RÚV og hún hún smellpassar einnig við Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Benedikt V. Warén, 6.9.2016 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband