Lappirnar dregnar?

Þegar litið er á sérstakar aðgerðir Íslendinga á þessari öld til að draga úr útblæstri og mengun, er eftirtekjan rýr. 

Á græðgisbóluárunum varð stóri ameríski pallbíllinn að eins konar þjóðartákni okkar, henda naut hann mikilla fríðinda varðandi innflutningsgjöld. 

Árangurinn varð mest mengandi bílafloti í Vestur- og Norður-Evrópu. 

Ekkert land í Evrópu er í neitt líkri kjöraðstöðu og Ísland til að ná árangri í því að draga úr losun.

En lappirnar hafa verið dregnar hingað til.

Yfirlýsingar sem gefnar hafa verið, hafa verið loðnar, því að það er ekki nóg að segja að við ætlum að verða í hópi Evrópuríkja, sem saman draga losun saman um 40%, heldur verður að segja skýrt og skorinort hve mikið við ætlum að gera ein og sér.  

 


mbl.is Ísland á mikið undir átaki gegn mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Garðabæ með loðna löpp,
lífið fram hann dregur,
Sigmundur með sóða öpp,
sauður álkulegur.

Þorsteinn Briem, 4.9.2016 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband