10.9.2016 | 22:29
Sjónarsviptir að Ólínu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er sköruleg og kraftmikil kona, sem sópað hefur að, og með bestu ræðumönnum hvað snertir orðfæri, framsögn og framgöngu, afar áheyrileg.
Þar að auki hefur hún verið skelegg baráttukona fyrir hugsjónum jafnaðarmanna og ekki dregið af sér í þeim efnum.
Hún hóf stjórnmálaferil sinn í borgarstjórn Reykjavíkur, en naut sín enn betur þegar hún komst á þing.
Nú hverfur hún af þingi um sinn og er sjónarsviptir að henni.
Ólína ekki á lista Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Get ekki klappað nóg yfir þessu !
Vonandi losnar þjóðin við Björn Val líka !
Þá væru nú Jólin bara komin !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.9.2016 kl. 23:14
Mæl þú manna heilastur, Birgir, landhreinsun að losan við þessi tvö, svo hefði Steingrímur J mátt vera í þeim potti þínum.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.