Flokkseigendurnir miðaldra karlar í jakkafötum?

Albert Guðmundsson heitinn kallaði ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum Flokkseigendafélagið. 

Styrmir Gunnarsson hefur lengi gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir skort á beinu lýðræði innan flokksins og einsleita forystu.

Ekki batnar einsleitnin ef prófkjörið verður látið ráða ferðinni og vandséð er hvort einhver karlanna fjögurra sætti sig við að stíga til hliðar.  


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Það virðist eins og þátttakendur í krófkjörinu hafi kosið einstaklinga, ekki kynfæri.  Slíkt ber auðvitað að harma enda ótækt með öllu.

Svo ber líka að harma það að sjálfstæðismenn hafi leyft félagsmönnum að velja á lista í prófkjöri og með því sniðgengið beint lýðræði sem best er tryggt með því að fámenn klìka vel fólk á framboðslista.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 09:25

3 identicon

Þetta er niðurstaða kosninga sem karlar og konur tóku þátt í.  Niðurstaðan er að þessir einstaklingar eru taldir hæfastir.  

Hvað segir það um framkvæmdastjórn landsambands sjálfstæðiskvenna þegar þær hafna lýðræðislegri kosningu?  Treysta þær ekki lýðræðinu?  Þeim hefur greinilega verið hafnað af kosningabærum konum í flokknum.  Svona þenkjandi konum farnast eflaust best að stofna kommúnstaflokk kvenna enda eiga þær ekkert erindi í þennan flokk.

Mér finnst þessi kynjakvóta rétthugsun eyðileggja lýðræðið.  Þetta er tímaskekkja, enda hafa konur jafnan aðgang að pólitísku starfi og kosningum á við karlar. 

Jónas (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 12:04

4 identicon

Sæll.

Það er frekar skrýtið að þessar konur skuli ekki geta unnt niðurstöðu prófkjörsins. Flokksmenn hafa látið í ljós sína skoðun og ekkert meira um það segja. 

Konurnar sem harma niðurstöðu lýðræðislegra kosninga gætu kannski náð frama í N-Kóreu.

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 12:12

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hlýtur að þurfa að kjósa aftur þar til niðurstaða fæst sem forystu kvennadeildarinnar þóknast, með þær sjálfar í efstu sætum.

Æðsta forystukindin sjálfsagt á fullu í símanum núna að hringja í kjörnefndina með fyrirmæli um hvernig eigi að breyta listanum.

Er það ekki annars sá skilningur sem ber að leggja í þetta?

#kynjafrekjaofarlydraedi #tviskinnungur2016xd

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2016 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband