11.9.2016 | 01:53
Sundurleitt kjördæmi.
Suðurkjördæmi er afar sundurleitt að samsetningu. Íbúar á Hornafirði eiga til dæmis fátt sameiginlegt með íbúum í Vogum á Vatnsleysuströnd eða í Árborg.
Ég hef frá upphafi haft trú á framboði Páls Magnússsonar og bloggað í þá veru, því að ekki einasta ætti hann vegna uppruna síns að vera sterkur í Vestmannaeyjum, heldur einnig sterkur á atvinnusvæðí höfuðborgarinnar sem nær um Suðurnes og austur að Þjórsá.
Næstum fjórum sinnum fleiri búa á Suðurnesjum en í Vestmannaeyjum og íbúar Reykjanesbæjar eru ríflegur meirihluta kjósenda í kjördæminu.
Þess vegna skiptir miklu úr hvaða byggðum kjördæmisins tölurnar koma, til dæmis fyrir Ragnheiði Elínu.
Páll leiðir í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kjördæmaskipting er tóm della og landið á að sjálfsögðu að vera eitt kjördæmi.
Ekki veit undirritaður hvers vegna Páll Magnússon ætti að vera sérlega vinsæll á Suðurnesjum og austur að Þjórsá.
Þorsteinn Briem, 11.9.2016 kl. 02:32
25.4.2013:
"Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing.
Þetta segir stjórnmálafræðingur.
Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð."
Ef landið væri eitt kjördæmi og enginn þröskuldur myndu öll framboðin ná manni inn
Þorsteinn Briem, 11.9.2016 kl. 02:36
no,er skára að allir þíngmenn komi úr stór hafnafjarðarsvæðinu á þá helmíngur landsmanna að ráða öllu á landi hér skildi það vera tilviljun að hvergi mér vitanlega sé eitn maður eit athvæði ef farið er eftir útflutníngdtékum sem er lýfspursmál fyrir þójoðinna yrði niðurstaðann önnur suma mánuði ársins fer 40% af útflutníngi landsins um austfyrði væri athvæðaréttur bundinn við útfluyníng væri meira um þíngmenn af landsbygðinni. eiga menn ekki að eiða sem afla. en ágtur bistill hjá ómari enda páll uppalinn í úthlíð í bláskógarbyggð
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 08:13
kristinn geir steindórsson briem, please!!!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 10:59
no.4 því miður skil ekki ensku skil bara bjagaða íslensku. sem haukurin kann eflaust ekki enda breskurfugl.ef ég mann rétt.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.