Eftirsjá að konunum í kjördæminu.

Það er eftirsjá að Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Unni Brá Konráðsdóttur úr efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 

Á Ragnheiði dundu ásakanir um dugleysi og árangursleysi í starfi, en að mínu mati voru margar þeirra ósanngjarnar. 

Einkum fannst mér ósanngjarnt hvaða orðbragð menn notuðu frá upphafi um hugmynd hennar um náttúrupassa og í því máli tók ég upp hanskann fyrir hana hér á blogginu. 

Menn ruku upp með yfirlýsingar eins og "niðurlægingu" og "auðmýkingu" um það sem í landi frelsisins, Bandaríkjunum, er talið tákn þess að vara "stoltur þátttakandi", sjá mynd af bandarískum náttúrupassa. 

Líklega hefur þetta upphlaup komið Ragnheiði Elínu á óvart og átt þátt í því að henni tókst ekki að ná vopnum sínum til að verjast því að bíða ósigur, sem aldrei tókst að bæta. Stjórnmál eru list hins mögulega, og einnig gildir oft í þeim, að refsað sé grimmilega fyrir það þegar stjórnmálamenn ná ekki árangri þegar ætlunarverkið er ómögulegt. 

Náttúrupassi BNA


mbl.is Ragnheiður Elín kveður stjórnmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert of góður í þér, minn ágæti Ómar. Sama hversu incompetent manneskjan er sem segir skilið við stjórnmál, þú verður klökkur og hrósar henni í hástert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 19:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit undirritaður til þess að sjálfstæðiskonum og stuðningsmönnum náttúrupassa hafi verið bannað að bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði.

Þorsteinn Briem, 11.9.2016 kl. 20:02

4 identicon

Sjálfstæðismönnum í kjördæminu þótti hún greinilega ekki standa sig nógu vel. Álit meðlima annara flokka í öðrum kjördæmum skiptir litlu máli þó þeir megi auðvitað hafa skoðanir á öllum málum.

ls (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband