Katla og Framsókn.

Tvennt svipað er í gangi þessa dagana, óróahrinur í Kötlu og Framsóknarflokknum. 

Þegar varaformaður flokks segist ekki ætla að sitja áfram í því embætti að óbreyttu eru það að sjálfsögðu tíðindi, ekki síst þegar aðstoðarmaður fyrrverandi formanns flokksins ætlar í framboð með þeim fyrirvara, að ef varaformaðurinn bjóði sig fram, muni aðstoðarmaðurinn fyrrverandi umsvifalaust stíga til hliðar og styðja varaformanninn. 

Við erum ekki að tala um forystumenn í einhverjum Lionsklúbbi eða húsfélagi. 

Öðru nær, - tveir af fyrrnefndum aðalpersónum hafa verið forsætisráðherrar á þessu ári og útspil Sigurðar Inga og Sveinbjörns á miðstjórnarfundinum kemur á óvart og vekur spurningar um að verið sé að undirbúa að ráða atburðarás á komandi flokksþingi.

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær Katla gýs.

Þeir Framsóknarmenn sem vilja hafa sem best spil á hendi við stjórnarmyndun eftir kosningar hljóta að sjá vandkvæðin á því verkefni ef Sigmundur Davíð verður áfram formaður og leiðir flokkinn.

Bæði vegna nauðsynjarinnar á að forðast fylgishrun í kosningunum og á því skipta um forystu er skásti kosturinn í stöðunni að fresta því ekki, heldur koma því frá, því að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það gerist.  


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við því öllu hugur hrís,
hneggja bráðum saman,
frekar ég nú Kötlu kýs,
kolsvarta í framan.

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 05:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"34. flokksþing Framsóknarmanna verður haldið 1.-2. október 2016 á höfuðborgarsvæðinu, en boðun þingsins var samþykkt á miðstjórnarfundi Framsóknar á Akureyri, 10. september.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins.

Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga."

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 05:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á kjördæmisþingi [Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi] 20. ágúst í Mývatnssveit var ákveðið að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing við val á framboðslista flokksins.

Tvöfalda kjördæmisþingið mun fara fram laugardaginn 17. september í Mývatnssveit."

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 06:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á flokksþingi [Framsóknarflokksins] eru allir í framboði til formanns."

Þorsteinn Briem, 12.9.2016 kl. 06:51

5 identicon

Íslensk pólitík er full af drasli. Það gerir smærðin, spillingin og ekki síst andverðleikinn í samfélaginu. Menn reyna jafnvel að "recycle" ónýtt drasl. Of fáir þekka merkingu orðsins; quality. Mættu lesa bókina; Zen and the Art of Motorcycle Maintenance: An Inquiry into Values eftir Robert M. Pirsig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 09:58

6 identicon

Sæll Ómar.

Á þessu öllu er líka önnur hlið.

Margur sér það svo að auðjöfurinn George Soros
hafi með 800 milljóna framlagi haft áhrif á stjórnmál
á Íslandi, annars vegar til að koma Sigmundi frá og
hins vegar til að tryggja hnökralausa inngöngu Íslands
inní Evrópusambandið.

Ef forysta Framsóknarflokksins skrifar uppá slíkar
vinnuaðferðir er hætt við að þeir grafi sér gröf.

En kannski gýs Katla ekki og fjallið fær jóðsótt og
fæðist lítil mús ef Sigurður Ingi hættir!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband