13.9.2016 | 15:25
Hefur oft verið hringlað með lista án ánægju allra.
Það eru mörg dæmi um það að fólk hafi verið fært til á framboðslistum þannig að röð prófkjara hafi ekki gilt. Ævinlega hafa menn staðið frammi fyrir slæmum kostum og líklega hafa aldrei allir verið ánægðir.
Óánægðastir verða oftast stuðningsmenn frambjóðenda, sem telja sig illa svikna eftir gott starf fyrir sinn mann.
Eitt af mörgum dæmum var það þegar Ellert B. Schram ákvað af drenglyndi sínu að gefa eftir sæti sitt svo að framboðslistinn sýndist ekki einsleitur.
Þetta skapaði mikla óánægju meðal stuðningsmanna hans og Ellert náði aldrei að komast aftur á strik.
Svipað mun áreiðanlega gerast núna, og ekki batnar ástandið þegar vandamálið er ekki í einu kjördæmi, heldur fleiri.
Þarf að skapa vinningslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki óskynsamlegt að hafa Ásmund Friðriksson ofarlega í "vinningsliðinu." Dregur að fávita og fasista sem annars mundu kjósa Íslensku þjóðfylkinguna (ÍÞ).
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 17:29
Væri bara ekki rétt, að allir flokkar taki upp Pírata lýðræðið: Það er kosið, svo er aftur kosið, ef kafteinn Pírata líkar ekki niðurstaðan. Þetta kalla Píratar Nýja ísland, eins og Píratar vilja hafa það. Miklar sviptingar eru í pólitíkinni, í síðustu netkönnun á útvarpsaga.is er Íslenska þjóðfylkingin hástökkvarinn, með 37.75% fylgi Sjallar 15.12% og framsókn 13.60% Samfylking 1.99%, Vinstri Græn 1.99%. Greinilegt að hlustendur útvarps Sögu vilja ekki Safylkinguna og Vinstri Græn í næstu Stjórn, kanski ekkert skrýtið eftir síðustu uppljóstranir, um gjafagerning á Bönkunum.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 18:08
Ekkert bendir til að fylgi þjóðernissinnaðra flokka hafi aukist hér á Íslandi undanfarin ár, heldur þveröfugt.
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:43
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:44
27.2.2016:
"Aðspurður segir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofnun nýs flokks hafi átt sér nokkurn aðdraganda, eða alveg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.
Þetta var niðurstaðan á aðalfundi flokksins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fundinn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokksmenn í Hægri græna.
"Hægri grænir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:45
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:46
Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:47
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:50
Píratar og Viðreisn eru ekki þjóðernissinnaðir stjórnmálaflokkar.
Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.