Þarf að hreinsa til í þessu máli.

Ef allt það framsal valds til alþjóðastofnana á ótal sviðum væri lagt saman, sem átt hefur sér stað frá 1944 þegar fyrsta framsalið, í hendur Alþjóða flugmálastofnuninni, var gert,, væri það líklega meira samanlagt framsal en fólst í upphaflega EES-samningnum.

Þessi listi er orðinn ógnar langur og varla til þau svið á landi, sjó og í lofti, sem hafa farið varhluta af afleiðingum samstarfs og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, sáttmálum og stofnunum. 

Samanlagt afsal frá upphafi EES-samningsins til okkar daga er hins nú orðið svo mikið varðandi þann samning einan sérstaklega, að vafasamt er að sérfræðinga hefði greint á við gerð þess samnings, um hvort hann stæðist stjórnarskrá, ef þeir hefðu vitað þá hvað framundan væri næsta aldarfjórðung.

Í upphafi starfs stjórnarskrárnefndar virtist sameiginlegur áhugi þingflokkanna að setja í stjórnarskrá ákvæði svipað því sem er í stjórnarskrá stjórnlagaráðs varðandi framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana.

En þingmenn heyktust á þessu og virðast heykjast enn við að taka á málinu og koma því í það horf, sem er víðast meðal fullvalda þjóða í kringum okkur með skýru ákvæði í stjórnarskrá.

Samkvæmt ákvæðinu í stjórnarskrá stjórnlagaráðs hefði þurft þjóðaratkvæði um EES-samninginn á sínum tíma og þar af leiðandi enn frekar nú.

Það þarf að hreinsa til í þessu máli en það verður varla gert úr þessu fyrir kosningar.  


mbl.is Verður ekki lengra komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 stjórnarskrá stjórnlagaráðs er eitthvað sem er ómrktækt.Þú hefur greinilega ekki fattað að við höfum stjórnarskrá.Alt tal um  stjórnarskrá stjórnlagaráðs sem eitthvað mikilsvert plagg er kjaftæði.Enda var stjórnlagaráð bara kjaftaklúbbur misheppnaðra einstaklinga með athyglissýki og athyglisbrest

S S (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 21:10

2 identicon

Kviksaga úr Kristþyrna-skógi:

Maður segir ekki margt,

í mesta lagi „fokkin' shit“

Jólin mun víst heldur hart,

af halda upp við Fúla-Pytt! sealed

http://www.mbl.is/folk/frettir/2016/09/21/pitt_aetlar_i_hart/

Sögur úr sveitinni (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 21:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 21:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 21:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 22:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 22:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.1.2016:

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata segir að flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband