Gildi heimanáms er mjög einstaklingsbundið.

Það er mjög einstaklingsbundið og fer eftir aðstæðum hvort nemendum hentar að læra heima ásamt náminu í skólanum eða ekki. 

Það er að mörgu leyti góð æfing fyrir mörg nútíma störf að nemendur læri að læra heima, því að í æ fleiri verkefnum nútíma lífshátta, eru verkefni leyst heima hjá fólki. 

Æskilegast er að nemendur hafi frelsi, að minnasta kosti upp að ákveðnu marki, til þess að ákveða hve mikið lært er heima og helst að hafa skylduheimanám sem allra minnst. 


mbl.is Ákvað að sleppa heimalærdóminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt að lesa þetta. “Upplýst ákvörðun að láta dóttur sína ekki læra á kvöldin.” “Upplýst” hvað? En hvað með daginn, ekki er dóttirin allan daginn í skólanum. Er ekki nógur tíma til að hanga yfir vídeó á YouTube um helgar? Auðvitað er heimavinna “íþyngjandi”, allt nám er íþyngjandi og á að vera það. Hér áður fyrr voru gerðar kröfur um að koma lesinn í tíma, ef ekki vel lesinn. Allur þessi hamagangur gegn heimavinnu nemenda verður til þess að krakkar eða unglingar fara að vinna með náminu, sem er rangt. Engin furða þótt íslenskir nemdur komi ekki vel útúr samanburði við önnur lönd.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 13:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi vesalingur hefur greinilega hvorki lært heima né í skólanum:

"EFLA verk­fræðistofa sigraði Darc Aw­ards verðlaun­in 2016 fyr­ir lýs­ing­ar­hönn­un í Ísgöng­un­um í Lang­jökli, Into the Glacier."

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 14:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bílavelta varð." - Tunnuvelta varð.

Held að Davíð Oddsson ætti að lesa Moggann.

Þorsteinn Briem, 21.9.2016 kl. 14:30

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Heimanám er gott enda vildi ég fá að fylgjast með námi drengjanna minna og hvað þeir voru að vinna í. En þegar að kom að því að skreyta vinnubækur eða lita leyfði ég þeim að sleppa svoleiðis enda fannst þeim það algjör óþarfi.....en auðvitað var heimanámið mismikið eftir kennurum og fannst mér það aukast með árunum þannig að sá yngsti hafði mest að gera í þeim efnum. En hann lifði það af :)

Ragna Birgisdóttir, 21.9.2016 kl. 14:47

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mín skoðun er að börn eigi að læra í skólunum, til þess eru þeir, en heimanám væri val. Börnin eru í skólunum frá 8 á morgnana og fram yfir hádegi, síðan taka við kanski íþróttir, eða tónlistarnám, og þá er nú dagur að kveldi kominn. Mundu þið gott fólk sætta ykkur við að taka vinnuna með heim?

Hjörtur Herbertsson, 21.9.2016 kl. 17:00

6 identicon

Hjörtur Herbertsson: "...að taka vinnuna með heim?"

"Það er leikur að læra leikur sá er mér kær."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband