22.9.2016 | 17:16
Kjörklefinn er rétti staðurinn.
Eftir því sem menn læra betur á siðlausar leiðir til að smala fólki í prófkjör hjá stjórnmálaflokkum, koma gallar þeirra æ betur í ljós.
Eina leiðin, sem kemur í veg fyrir að þessum aðferðum sé beitt er að færa val kjósenda inn í kjörklefana sjálfa eins og prófað hefur verið með ágætum árangri í nokkrum nágrannalöndum.
Best væri ef kjósendur gætu skipt atkvæðum sínum ef þeim sýndist svo.
Vilji kjósandans í kjörklefanum á að vera grundvallaratriði lýðræðisins.
Opnað er á þetta í tillögum stjórnlagaráðs, en einmitt þetta virðist vera það sem skelfir valdaöflin.
Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, hefur þú séð þetta?:
"Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, vill afgreiða nýtingarflokk rammaáætlunar á þessu þingi. Hann telur nauðsynlegt að auka raforkuframleiðslu verulega enda sé ekki til rafmagn í landinu til að ráðast í STÓRFRAMKVÆMDIR.”
Þessir menn eru “crazy.”
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.