Horfa þarf á málið í víðu samhengi.

Tollavernd og ríkisstyrkir til landbúnaðar á Vesturlöndum er eitthvert mesta óréttlætið í efnahagsmálum jarðarbúa. 

Þetta fyrirbæri er til skammar fyrir þjóðir sem stunda fagurgala gagnvart því að láta framleiða vörur sem frjálsast þar sem það er hagkvæmar. 

Vegna þessara múra eru þjóðir sunnar á hnettinum hlunnfarnar um svo mikla fjármuni, að öll samanlögð þróunaraðstoð iðnaðarþjóðanna er aðeins brot af því. 

Hins vegar getum við Íslendingar í smæð okkar engu um þetta ráðið, og vegna þess að landbúnaður er alls staðar ríkisstyrktur í Evrópu og Norður-Ameríku, getum við ekki ætlast til þess að íslenskum landbúnaði sé ætlað að keppa styrkjalaust við landbúnað nágrannaþjóðanna. 

Í Noregi er skylt að hafa heilsárs búsetu og lágmarks landbúnað á ákveðnum svæðum, sem gegna miklu hlutverki fyrir ímynd lands og þjóðmenningar gagnvart þjóðinni sjálfri og ekki síður erlendu ferðafólki í formi verðmæts fyrirbæris sem nefnt er menningarlandslag. 

Undirskriftarsöfnun til að skora á forseta Íslands að beita málskotsrétti í þessu máli fékk ekki flug og ekki efni til annars en hann undirritaði búvörulögin. 

Að þessu sögðu er sú hlið landbúnaðarins sem snýr að beit þeirra afrétta landsins sem eru ekki beitarhæfir búin að vera langvarandi þjóðarskömm og skömm Alþingis mikil að hafa ekkert aðhafst í því máli þótt búið sé að kjósa til Alþingis sjö sinnum eftir að þjóðargjöfin svonefnda til landgræðslu var samþykkt á hátíðarfundi á Þingvöllum á 1100 ára afmæli landnámsins 1974.

Enn hefur Landgræðslan engin sambærileg úrræði við ofbeit og úrræði við brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Að þessu leyti og einnig varðandi einokun í stöðnuðu landbúnaðarkerfi eru umbætur brýnar og aðkallandi.   

Þjóðargjöfin brann upp í verðbólgu á áratug


mbl.is Forsetinn hefur staðfest búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... getum við ekki ætlast til þess að íslenskum landbúnaði sé ætlað að keppa styrkjalaust við landbúnað nágrannaþjóðanna."

Og hverjir ætlast til þess, Ómar Ragnarsson?!

Þorsteinn Briem, 22.9.2016 kl. 11:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óréttlæti er ekki rétta orðið.  Matvælaöryggi heima fyrir á betur við.
Almúganum þykir ekki verra að eiga vísan aðgang að matvælum og sem betur fer vita stjórnvöld upplýstra þjóðríkja hvernig það verður best tryggt.

Gamla viðvörunin um að "siðmenntuð" ríki séu aðeins þremur máltíðum frá upplausn og glundroða er eflaust ekki gleymd.

Kolbrún Hilmars, 22.9.2016 kl. 15:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ókey. Ég breyti þessu orðalagi í "á jafnréttisgrundvelli."

Ómar Ragnarsson, 22.9.2016 kl. 16:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ:

Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Og íslenskir sauðfjárbændur lepja dauðann úr skel.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalaldur búfjáreigenda hér á Íslandi er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Og fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna, samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins árið 2010.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 08:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 09:00

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini Briem, eigum við ekki bara að gefast upp strax? 
Einu sinni nýlenda - alltaf nýlenda. 

Kolbrún Hilmars, 23.9.2016 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband