"Keyrt í gegn" - lýsandi orð.

Orðin "keyrt í gegn" eru lýsandi fyrir þann hugsunarhátt, sem hefur gegnsýrt virkjana- og stóriðjustefnuna síðan nokkurs konar áltrú var tekin upp hér á landi fyrir hálfri öld. 

1970 hikstaði þessi aðferð þegar andófsfólk taldi sig, því miður, tilneytt til að beita dínamiti til þess að afstýra einhverjum hrikalegustu umhverfisspjöllum sem Íslendingum hefur látið sér detta í hug að valda, og er þó af nógu að taka.

En afbrigði af þessari túrbínutrixaðferð frá 1970 hafa verið gegnumgangandi síðan og á sama tíma og mikilsverð frumvörp detta upp fyrir á þessu þingi, er raflínufrumvarpið í slikum forgangi í þvílíku óþoli, að hvorki er hugað að því að samþykkja skaplegri leið né bíða ögn eftir því að málið skýrist og leysist á annan veg en með hreinu valdboði.

En skiljanlegt er að núverandi valdhafar sjái og grípi tækifæri, sem getur gefið þeim fordæmi til þess að nota aftur og aftur til að gulltryggja túrbínutrixið:

Fyrst farið af stað með byggingu stóriðjufyrirtækis annars vegar og virkjana hins vegar, og síðan sér Alþingi um  að tryggja, að hægt sé að leggja raflínur sem stystu leið á milli án þess að þurfa að taka tillit til tillagna um skaplegri línulagnir. 

 

 


mbl.is Brjóti ekki í bága við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Á fimmtudögum kemur út Skráin hér á Húsavík með upplýsingum af ýmissu tagi. Í Skránni í dag má finna tilkynningu frá Þingeyjarsveit: Hólsvirkjun - Kynningarfundur. Fyrirtæki sem kallar sig Arctic Hydro hyggst reisa 5,2 MW virkjun við Fnjóská. Ertu kunnugur þessu Ómar, hvaða fyrirtæki er þetta Arctic Hydro og hvar á að nota orkuna sem framleiða skal? Eru braskarar og/eða fjárglæframenn á bak við fyrirtækið Arctic Hydro? Ekkert óeðlilegt við það að vera fullur grunsemdar, ekki síst ef "athafnamenn" frá Reykjavík eru þarna að verki. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 21:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.9.2016 kl. 21:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það má segja að upphafið af Arctic Hydro sé þegar Sigurbjörn Skírnisson einn af stofnendum og eigendum félagsins byggði Skarðsvirkjun lll ásamt systkinum sínum frá Skarði í Dalsmynni og syni Skírni Sigurbjörnssyni."

Þorsteinn Briem, 29.9.2016 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband