30.9.2016 | 23:41
Bjartur og hlýr stórafmælisdagur.
Það er búið að vera í nógu að snúast á þessum hálfrar aldar afmælisdegi Sjónvarpsins.
Í hádeginu kom fólk saman í mötuneytinu og útvarpsstjóri upplýsti, að samkvæmt viðhorfskönn hefði Ríkisútvarpið aldrei notið jafn mikils trausts frá upphafi þeirra kannana.
Það rímar illa við stanslausan níðsöng á sumum bloggsíðum þar sem RÚV er sakað um flest það sem miður fer í þjóðfélaginu.
Síðdegis var opnuð sýning í útvarpshúsinu og gamlir starfsmenn, sem kalla sig "svart-hvíta gengið" fjölmenntu og fóru síðan og undu saman fram á kvöld í hótelsal.
Þar fann maður vel hve sterkum böndum þessi vinnustaður batt fólki á sinni tíð.
Það var birta og hlýja, bæði veðrið og innilegt viðmót aldavina, sem umvafði þennan stórafmælisdag og gerir hann minnisstæðan.
Það er mikið lán að hafa fengið að upplifa slíkt.
DR mun selja efni RÚV um allan heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk er stundum lengi að kveikja.
Aðförin að Sigmundi Davíð var alveg sérstakur lágpunktur RÚV og ekki bætir úr að það er eins og fréttastofan sé með hann á heilanum.
Líklega erum við að sjá upphafið að endalokum þessa batterís.
Fjölmiðlafræðingar mættu leggjast yfir að finna skýringar á af hverju fréttamenn í dag reyna að búa til fréttir og mynda skoðanir fremur en að flytja fréttir og greina skoðanir. Ekki er að sjá að ríkisrekið útvarp og sjónvarp sé þarna neitt skárra en annað, með örfáum undantekningum þó.
Almannavarnagildið, úrelt.
Menningargildið, lélegt, mest íþróttir og erlendir ruslþættir. Ingvi Hrafn rúllar RÚV upp á sinni örstöð. Ekki enn búið að leysa úr hnútnum að sýna íslensk leikrit í sjónvarpi.
Afþreyingargildið, lélegt. Endalausir spurningaþættir og innantómir glamursþættir. Undanskil Orðbragð.
Fréttagildið, lélegt, innihaldsrýr skúbbmenning og út í stórgallað þar sem staðið er að aðför að sjálfum forsætisráðherranum.
Eina "jákvæða" við RÚV er að þar geta vinstri menn komist að með sinn áróður og illkvittni í boði þjóðarinnar sem er látin borga brúsan.
Leggja þetta niður hið fyrsta!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 01:15
Bjarni Gunnlaugur skilur engan veginn að hann og skoðanabræður hans gagnvart Ríkisútvarpinu eru í miklum minnihluta í landinu, eins og allar skoðanakannanir hafa sýnt.
Enda með hausinn í rassgatinu á beljunum sínum og nýtur þess greinilega.
Býr enn með mömmu sinni, enda vill enginn kvenmaður líta við karlinum.
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 02:12
24.10.2013:
Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.
"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.
Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."
Punktur.
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 02:18
Aðför RUV að Sigmundi Davíð og hans fjölskyldu? Er ekki í lagi með sumt fólk? Hefur maðurinn ekki fullkomlega séð um það sjálfur hvernig komið er fyrir honum í almenningsálitinu?Dettur einhverjum heilvita manni í hug að það sé markmið hjá fréttafólki RUV að koma honum frá? Þvílík fásinna. Sem betur fer er nú fólk innan Framsóknar sem sér í gegnum manninn og hans framkomu.Nokkrir þarna hafa enn siðferðið í lagi. Líklega eru þeir sem eru SDG mest þóknanlegir þeir sem hafa verið á spenanum hja honum og hans fólki.Fæ gallbragð í munninn þegar að ég les athugasemdir eftir svona risaeðlur eins og í athugasemd 1 hér að ofan.
Ragna Birgisdóttir, 1.10.2016 kl. 13:25
Ragna Birgisdóttir, risaeðlan er RÚV sjálft.
Stór hluti þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum er mótfallið fjáraustri í landbúnaðarkerfið, margir bera því við að þeir vilji ráða hvað þeir éti. Þar er þó peningurinn að stuðla að byggð í landinu, hollri matvöru og lækkuðu verði þessarar vöru til neytenda. Ekki heyrist múkk í sama fólki varðandi fjárausturinn í RÚV þar sem lítið kemur til baka og ekki dugar að slökkva maður borgar samt.
Stór hluti af dagskrárefninu eru auglýsingar og aðkeypt afþreyingarefni erlendis frá. Í dag er þetta í boði víða annarsstaðar.
Tilvera þessarar risaeðlu hangir á þeim bláþræði hvort mögulegt sé að ríkið reki hlutlausa upplýsingaveitu sem hjálpi borgurunum að taka upplýstar ákvarðanir til hagsbóta fyrir lýðræðið.
Framganga fréttastofu RÚV í Sigmundar máli og fleiri bendir ekki til að svo sé. Það sé ekkert sem komi í veg fyrir að þangað á bæ veljist ýmist eða bæði vanhæft fólk eða fólk sem talar fyrir tiltekin hagsmunaöfl.
Persónulega hef ég engan áhuga á að greiða tugi þúsunda á ári fyrir að láta ljúga að mér.
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1984237/
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 16:56
http://hjartalif.is/201309031784/m%C3%ADn%C3%BAtur-skipta-sk%C3%B6pum-og-einnig-adb%C3%BAnadur-sj%C3%BAklinga-%C3%AD-sj%C3%BAkraflugi
http://www.visir.is/sjukraflug-i-haesta-forgangi-treysti-a-neydarbrautina/article/2015151239859
http://www.vikudagur.is/is/frettir/threttan-sjukraflug-i-sidustu-viku
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 20:33
Að vitna í blogg Páls Vilhjálmssonar er eins og að bera á borð fyrir gesti góðmeti úr skagfirskum flór.Ég skora bara á þig að hlusta á útvarp Sögu og boðskapinn,fjölmenningarhatrið,kynþáttaníð og þann mannlega sora sem þau smjatta á.Það hentar ágætlega þér og þeim sem virðast nærast á því að rakka RUV og það sem þar fer fram í svaðið. Ef að RUv og efnið sem þar er í boði fer svona í taugarnar á þér stilltu þá bara á aðrar stöðvar og keyptu áskrift að þeim. Ef að það er eitthvað sem mér líkar ekki að hlusta eða horfa á þá slekk ég bara,fæ mér eitthvað að lesa eða geri eitthvað allt annað. En ég virði þa sem hafa áhuga á að hlusta eða sjá.
Ragna Birgisdóttir, 1.10.2016 kl. 20:43
Ragna @20.30
Eitthvað lestu illa það sem þú þykist vera að svara, sbr. þetta hjá þér:
"Ef að RUv og efnið sem þar er í boði fer svona í taugarnar á þér stilltu þá bara á aðrar stöðvar og keyptu áskrift að þeim. Ef að það er eitthvað sem mér líkar ekki að hlusta eða horfa á þá slekk ég bara,fæ mér eitthvað að lesa eða geri eitthvað allt annað"
En ég var búinn að skrifa hér að ofan:".. ekki dugar að slökkva maður borgar samt."
Ég hlusta oft á Útvarp Sögu og þykir það bara hið ágætasta útvarp.
Oft miklu betra en RÚV í hinni málefnalegu umræðu.
En þetta er nú einmitt enn einn gallinn á RÚV að þar skuli menn skorta kjark til að hafa opinn innhringingartíma. Það er eins og að á þeim bænum þori menn ekki að heyra í almenningi. Enda gæti slíkt truflað hina einu sönnu skoðun, hinn eina sanna tón!
En hitt er vissulega til að hjá þessu úrelta apparati vinna einn og einn góður starfsmaður,þar má t.d. nefna Leif Hauksson og Ævar Kjartansson, þeir eru bara allt of fáir og eins og ég benti á hér að ofan þá er lítið hægt að gera í því ef lélegir starfsmenn eða hlutdrægir þvælast þarna inn hvað þá í stjórnunarstöður.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:29
Ekki ætla é að munnhöggvast við þig áfram hér,.Ég er gjörsamlega gáttuð á þeirri úthúðun sem fréttafólk og starfsmenn á RUV fá frá sumu fólki af því að því mislikar að borga þann skatt sem við erum skyldug að borga í RUV. Ég vona svo sannarlega að þú finnir farveg þinn í flóru fjölmiðla sem við búum við á Íslandi en minn aðal fréttamiðill verður RUV en það er önnur saga góðar stundir og lifið heil.
Ragna Birgisdóttir, 1.10.2016 kl. 23:46
Svo má velta fyrir sér með Helga Seljan sem var jú potturinn og pannan af hálfu RÚV í aðförinni að Sigmundi Davíð, hvers vegna í ósköpunum er hann látinn taka drotningarviðtal við Steingrím J. um Vigdísarskýrsluna?
Eiginkona Helga hefur verið bæði fjölmiðlafulltrúi V.G. og kosningastjóri.
Ég man ekki betur en að Helgi sjálfur hafi verið að reyna að selja okkur þá hugmynd að eiginmaðurinn sé ábyrgur fyrir gerðum eiginkonu sinnar í frægum kastljósþætti. (Afsakið ég þarf að skyrpa galli).
Er nema von að manni finnist ríkisútvarp allra landsmanna komið í þær tröllahendur að ekki sé lengur upp á það púkkandi?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.