2.10.2016 | 00:00
Heillandi maður sem hreyfir við manni.
Davíð Þór Jónsson er maður sem hreyfir við fólki með því sem hann segir og gerir. Hann gefur fólki eitthvað til að tala um, skiptast á skoðunum, rökræða og lyfta sér upp úr hversdagslegum doða og hugsunarleysi.
Hann hvetur okkur til að taka afstöðu og vera óttalaus.
Slíkir menn eru nauðsynlegri á okkar tímum en oftast áður.
Um hæfileika hans þarf ekki að efast.
Þótt hann kunni að vera umdeildur þurfa þjóðkirkjan og nútíma þjóðfélag á slíkum mönnum að halda.
Henti gamla lífinu í ruslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í alvöru.
Þetta er gaur sem er alltaf viss um eigið ágæti og heimsku og illsku annarra.
Hvort heldur sem hann tælir íslensk ungmenni til að sitja fyrir á klámmyndum eða berst við fasista sem hann sér í hverju horni.
Hæfileikaríkur...kannski. Ekki mikið annað.
imbrim (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 00:51
Hann sýndi af sér mikinn hroka í viðtali á Sögu.
Ekki kristnum manni sæmandi, hvað þá presti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2016 kl. 01:30
Hann tengir óttavæðingu og útlendingahatur við pínulitla útvarpsstöð, ekki Nató. Merkilegur andskoti.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.