Tvíeðli Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn hefur á 100 ára sögu sinni verið að meðaltali með rúmlega 20 prósenta fylgi kjósenda. Samt hefur flokkurinn átt aðild að ríkisstjórn í 67 ár en verið í stjórnarandstöðu í 33 ár. Strax í upphafi kom í ljós að stefna hans þá, rétt eins og nú, er að vinna til hægri og vinstri á víxl í þeim eina tilgangi að komast í ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar. 

Ágætur rithöfundur hefur lýst þessu þannig að það hefði verið alveg sama hvað hann kaus í kosningum, alltaf kaus hann þannig að það lyfti Framsóknarflokknum til valda! 

Flokkurinn lék sér að því að eiga samstarf við Alþýðuflokkinn 1927, víxla yfir í Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 1931, síðan yfir í vinstri stjórn 1934, þjóðstjórn 1939, mið-hægri stjórn 1947-1950, hægri stjórn 1950-56 og vinstri stjórn 1956-58. 

Svo lunknir voru forystumenn flokksins í að sinna þessu tvíeðli flokksins, að eftir mesta ósigur hans fram að því 1978, varð formaður hans forsætisráðherra í vinstri stjórn, sem tók við af hægri stjórn, sem flokkurinn sat í og fékk hroðalega útreið í kosningunum 1978.

Flokkurinn sat samfellt í hægri og vinstri ríkisstjórnum frá 1980-1991 og aftur frá 1995-2007. 

Sigurður Ingi Jóhannsson segir berum orðum, að hann byggi framboð sitt til forystu í flokknum beinlínis á því að hann sé betur til þess fallinn að sinna þessu tvíeðli flokksins og fá traust annarra flokka til vinstri og hægri til stjórnarþátttöku eftir kosningar heldur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 

Hann vonast til að geta endurtekið þann leik og Hermann Jónasson lék 1934, að fella fyrrum forsætisráðherra á heimavelli og tryggja sjálfum sér og flokknum með því setu í stjórn.

Sigmundur Davíð veifar þeirri gulrót framan í fulltrúa á flokksþinginu að beita sér fyrir róttækri uppstokkun fjármálakerfisins. 

Þetta er ekki nýtt í sögu flokksins. Flokkurinn vann mjög á og fékk fyrsta þingmann sinn í Reykjavík 1949 með því að tefla fram Rannveigu Þorsteinsdóttur, sem hét því að "segja fjárplógsstarfseminni stríð á hendur." 

Eftir kosningarar fór flokkurinn í samstarf við þessi sömu öfl í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem tryggði eitthvert harðsvíðasta helmingaskiptabandalag sögunnar á sviði fjármála og valda! 

 

Í ljósi sögu flokksins verða kosningarnar á flokksþinginu í dag því mjög sögulegar, hvernig sem fer.  


mbl.is Ásmundur hjólar í Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þetta blasir við mér þá vilja vinstri menn blóðmjólka landann til að Framsókn geti nú stolið sem mestu.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 09:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn:

"
Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári [212.776 krónur á mánuði].

Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður."

Breytingar á lögum um málefni aldraðra o.fl. - Stjórnarfrumvarp

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 11:39

9 identicon

Sæll Ómar.

Þú gerðir nú vel í því að fara
beina sjónum þínum að Samfylkingunni
og andlitsleysi hennar sem sýnist
að óbreyttu geti orðið algert ef hún
þurrkast út í komandi kosningum.

Árni Páll Árnason kann þó að verða bjargvættur
Samfylkingarinnar, - það hlýtur þá að takast
að reka hann úr flokknum á næsta kjörtímabili
miðað við þær viðtökur sem hann hefur fengið
og þakklæti fyrir sannanlega velunnin störf.

Af Framsóknarflokknum þarftu engar áhyggjur að hafa,
þar þýtur fylgið upp, en Samfylkingin stefnir
lóðrétt fjandans til, - og að því skyldir þú huga!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 11:57

10 identicon

Sjá menn ekki hvað þetta er allt absurd og fáránlegt. Sigmundur Davíð, sjálfur Tortóla skattsvikarinn, segist ætla að beita sér fyrir uppstokkun á fjármálakerfinu.  Ekki síst þegar haft er í huga að faðir kappans og fóstri er braskari par excellence og af mörgum talinn innherja-viðskiptaðkóngur klakans. Er endalaust hægt að spila með íslenska rednecks?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 12:43

11 identicon

Sæll Ómar.

Árni Páll Árnason er sá sjórnmálamaður sem hvað
ánægjulegast hefur verið að fylgjast með á
yfirstandandi þingi.

Augljóst er að hann hefur tekið út sinn þroska
sem stjórnmálamaður sem eftir er tekið og
gæti verið við þann þröskuld að hrista af sér
þá hlekki sem kenna mætti við gráglettni örlaga ef ekki
hvítgrettlu nema hvorttveggja sé.

Hann gæti átt eftir að setja ennfrekar mark sitt
á íslenska pólitík er fram líða stundir.

Legg til að næstu 3000 greinar verði
um Samfylkinguna en ekki Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn
því ekki þurfa heilbrigðir læknisins við.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 14:07

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er magnað að tala um tvíeðli Framsóknarflokksins.  Þeir sem eitthvað skinbragð bera á pólitík, vita að Framsóknarflokkurinn er í eðli sínu miðjuflokkur og ættu því að átta sig á því, að auðveldast er að ná samningum vinstri/hægri við flokk sem þannig er staðsettur í litrófi flokkanna.

Það er einnig eðli þeirra sem eru í pólitík að hafa áhrif, og ekkert óelilegt við það.  Til þess eru menn að bjóða sig fram,  - til að hafa áhrif.  Það ættu þeir sem voru í stjórnlagaráði að vita manna best, svo oft sem þeir hafa pirrað sig á því hve lítið  mark var á þeim tekið.

Eini flokkurinn, sem ég man eftir og var í pólitík og vildi ekki axla ábyrgð, þegar það var í boði, var Kvennalistinn.

Svo skilja konur ekkert í því, að þær séu ekki "mem".

Benedikt V. Warén, 2.10.2016 kl. 21:14

13 identicon

Konurnar hafa verið memm í sérkjörunum Benedikt.  Það hafa allir heyrt sögur um kjólakaup, áfengiskaup ... etc.  Kannski bara þú sem ert farinn að gleyma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband