Eitt mesta þarfaþingið, Reykjanesfjallgarðurinn, getur breytt miklu.

Á korti veðurfræðings í sjónvarpinu i´kvöld mátti sjá að aðal regnsvæðið, sem spáð er, muni ekki ná til Reykjavíkur og þegar þetta er párað á öðrum tímanum í nótt, er ekki komin hin mikla rigning sem spáð er. 

Á vefnum vedur.is er spá 23ja millimetra heildarúrkomu á næsta sólarhring, sem þætti ekki í frásögur færandi á Kvískerjum. 

Ástæðan er eitthver mesta þarfaþing Reykjavíkur, Reykjanesfjallgarðurinn. Hann rís upp í 6-700 metra hæð á stórum kafla og rífur mesta rakann niður þegar hann steypist þar yfir í hvössum sunnan, suðaustan og austanáttum. 

Þess vegna eru veðurskilyrði umtalsvert betri á Reykjavíkurflugvelli en á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að sá síðarnefndi er berskjaldaður fyrir rakri suðaustanátt. 

Áhrif fjallgarðsins eru ekki öllum ljós, sem hafa fjallað um Reykjavíkurflugvöll, eins og til dæmis áhrifum fjallgarðsins á flugvallarstæði í Hvassahrauni, sem er skapa mikla ókyrrð í hvassri suðaustan- og austanátt. 

En sú vindátt er algengasta vindáttin í Reykjavík og flest hvassviðrin koma úr þeirri átt. 

Hlálegasta er þegar menn halda að flugvöllur á Selfossi gæti gert sama gagn og Reykjavíkurflugvöllur sem varavöllur þegar lokað er vegna veðurs í þessari vindátt á Keflavíkurflugvelli. 

Selfoss er nefnilega á svipuðu veðursvæði og Keflavík í þessari vindátt. 


mbl.is Slökkviliðið við öllu búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.

Þorsteinn Briem, 12.10.2016 kl. 01:41

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar, en þetta hefur verið ljóst nokkuð lengi, því að Valdi Bóndi í Hraunshollti Garðahreppi og Pabbi voru að ræða þetta þegar ég var unglingur.

Þetta hefur því verði ljóst þeim sem nennt hafa og þörf höfðu fyrir að velta þessu fyrir sér. Þó er ekki þarmeð sagt að margir hafi skilið alvöru þess við upphaflegt val á flugvallarstæði.    

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2016 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband