15.10.2016 | 12:03
Nær aldrei ef minnst á takmarkaðar auðlindir.
Hlýnun lofthjúps jarðar af mannavöndum er að sönnu tröllaukið viðfangsefni jarðarbúa sem blasir við.
Sífellt heyrast þó raddir um að hún sé ekki af mannavöldum, nú síðast grein um það í Morgunblaðinu.
Gríðarlegir hagsmunir þeirra, sem hagnast til skamms tíma af áframhaldandi sóun orku og annarra auðlinda jarðar ráða þessu öfluga andófi.
Þess vegna er brýnt að gleyma því ekki, að annað atriði og óumdeilanlegra veldur því að ekki verður með nokkrum móti komist hjá því að taka fyrir áframhaldandi sóun þeirra auðlinda jarðar sem eru takmarkaðar og munu þverra á þessari öld nema gripið verði í taumana.
Framundan eru óhjákvæmilegt skipti á orkugjöfum þar sem Íslendingar draga svo lappirnar, að skömm er að, og er þvert á allt skrumið um að við séum langfremstir á sviði umhverfismála.
Tal Sigríðar Andersen í sjónvarpsþætti um umhverfismál og margt af því sem heyra hefur mátt í umræðum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni endurspegla þá tregðu sem skapar þann raunveruleika að enda þótt líklega sé engin þjóð heims í eins góðri aðstöðu til að fara út í skipti á orkugjöfum og við Íslendingar erum við í raun algerir skussar þegar kemur að samgöngum.
Mikilvægt skref gegn hlýnun jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
skussar sem kjósa yfir sig bjána á 4ára fresti
anna (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 16:29
Hlýnun/kólnun jarðar er náttúrulegt fyrirbæri. Loftslagssaga jarðar er mörkuð sífelldum breytingum á loftslagi - af náttúrulegum orsökum.
Það eru hins vegar gríðarlegir hagsmunir þeirra sem hafa skattlagt andrúmsloft jarðar að viðhalda gervivísindum glópahlýnunarsinna með sífelldum áróðri og spuna.
Engin merki eru um að koltvísýringur sé spilliefni sem valdi hnatthlýnun. Þvert á móti hníga öll rök til þess að koltvísýringur hafi hverfandi áhrif á hnatthlýnun.
Ég skora á Óra að birta nú einu sinni a.m.k. eina (1) tilvísun í vísindagrein sem sannar málstað glópahlýnunarsinna.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.