Mikilleikur alheimsins er stórlega vanmetinn.

Ævinlega þegar menn telja sig vera komna með allan sannleikann um alheiminn, bætist eitthvað nýtt við, oft gríðarlega mikið. 

Mannlegur skilningur nær líklega ekki að fanga óendanleikann í allar áttir, sem hlýtur að vera grunnur skilnings okkar á alheiminum meðan ekki finnst betra.

Við þurfum alltaf að marka okkur endimörk og landamæri, líkt og refir og önnur spendýr, sem merkja sér svæði með hlandi sínu. 

Ef alheimurinn hefur sér endimörk hlýtur samt spurningin að vakna hvað sé handan þessara endimarka. 

Síðan veldur óskhyggjan í núinu því að alveg er öfugt hugsað varðandi helsta vandamál 21. aldarinnar verður verður að reka sig á það, að auðlindir jarðarinnar eru ekki ótakmarkaðar, en þannig hagar mannkynið sér í raun. 

Krafan um hinn óendanlega hagvöxt og viðbrögðin við því að tveir stjórnmálaflokkar hafa snúið við blaðinu í olíustefnu Íslendinga sýna fullkomna skammsýni og þröngsýni varðandi það mál. 


mbl.is Fjöldi vetrarbrauta stórlega vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krafan um hinn óendanlega hagvöxt..."

Enn gapir þú um hagvöxt eins og hann sé allur af hinu illa, enda þótt hér sé margbúið að benda þér á að þannig er engan veginn í pottinn búið, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 01:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 01:30

3 identicon

Sæll Ómar.

Ég er ekki viss um að þessi hugtök um upphaf og endi
eða önnur yfirleitt eigi við þegar alheimurinn
er annars vegar og er mér ekki
grunlaust um að hvorttveggja eigi sér stað samtímis.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 01:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Internetið hefur engin sérstök endimörk.

Og sjálfur hættir þú aldrei að vera til, hefur alltaf verið til og breytist næst í til að mynda tré í kirkjugarðinum, enda hefur orka alltaf verið til og verður alltaf til, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 01:50

5 identicon

Sússi og Guddi/Alli strákar, þeir eru þarna handan endamarkana, þeig bjuggu þetta allt til fyrir okkur mar ehehe

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 09:56

6 identicon

Ég tek undir hjá þér, með að við vanmetum þetta ... almennt getur maður sagt, að meginn þorri fólks, spekúlerar ekki í þessu.

Hugmyndir um tíma, og rúm ... sem dæmi. Til þess að komast upp í geiminn, þarf að ná hraða sem kallast "escape velocity". Ef þú tækir, "escape velocity" og gerðir línurit, myndi það líkjast línurity "van der val".

Í raun, geturðu sagt ... að "fjarlægð" er x=f(n), þar sem n er orkan sem beitt er.  f() er mismunandi, eftir því hvaða "ferðalag" þú villt taka. Til dæmis, ef þú vilt "fara út í búð", þarf líkaminn að intaka n-orkueiningar, og x=f(n). Þar sem f() er function fyrir að keyra/taka strætó, eða labba.

Og ef þú síðan skoðar þetta nánar, þá er "fjarlægð" = f(n), í öllum skilningi þess.

Það þýðir, að fjarlægð ... er "illusion". Markar einungis þá orku sem þarf, til að sleppa við þau bönd sem bindur ökkur föst þar sem við erum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 10:10

7 identicon

Bjarne! Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið:

"...fjarlægð ... er "illusion"."

Húsari. (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 10:27

8 identicon

DoctorE! Ef þú hefur í huga kenningar Einsteins
um orkuna þá stenst kenningin um Stóra hvell ekki.

Þessi kenning um Stóra hvell hefur breyst í
að verða trúarbrögð því engar sönnur hafa verið færðar
á að hún standist: Halló afi, halló amma, halló Stóri hvellur!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 11:33

9 identicon

There are three main observation pillars that have led to the empirical validation of the Big Bang. 1. The Hubble expansion. 2. The cosmic microwave background radiation (CMBR). 3. The relative predicted abundance of helium, deuterium, helium-3, and lithium, compared to hydrogen, based on our current understanding of the Big Bang.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 11:57

10 identicon

Fjarlægð er ekki "illusion", en útkoman á mælingu fjarlægðar verður að vera sú sama, óháð því hvort þeir sem framkvæma mælinguna eru á ferð og flugi miðað við hvorn annan. Sama gildir um mælingu á tíma. Slíkt gerist í 4-víddu tímarúmi (spacetime), Minkowsk tímarúmi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 12:08

11 identicon

Haukur! Það verður ekkert til úr engu!

Kenningin um Stóra hvell er ekki annað en
kenning sem aldrei tókst að prófa
eða sanna og hefur nú stöðu trúarbragða:
Halló afi, halló amma, halló Ómar!!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 13:13

12 identicon

Húsari (13:13), rangt. Enda "ekkert" eina hráefnið (bulding matarial) sem fyrir hendi var. Ráðlegg þér bókina; "A universe from nothing" (why there is somethong rather than nothing) eftir Lawrenec M. Krauss. IBAN: 978-1-47111-268-3.

The name of the game: quantum fluctuation. Vacuum er ekki tómt!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 14:09

13 identicon

Edit: ...building material.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 14:18

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samfélög alheimsins eru líklega svipuð og eilífðarkvika í síbreytilegum innyflum litlu jarðarinnar. Jarðarinnar, sem er eins lítil og ósýnilegur punktur, í stóra alheimssamhenginu. Og manneskjurnar á jörðinni eru því eins og ósýnilegar bakteríur, utan frá séð.

Alheims-kvika á sífelldu iði, sem enginn þekkir og stýrir hér á jörðu. Hugarfarið hefur áhrif á þessa alheimskviku. Þess vegna er kærleikurinn uppbyggjandi, en hatrið niturrífandi. Við gerum öll okkar besta eftir bestu vitund, og tökum því sem kemur, með meðvitaðri smæð okkar og vanmætti.

Mennirnir ráða ekki við neitt án aðstoðar verndara betri viskuorku utan að.

Ekki veit ég hvað sú orka ætti að kallast, til að engin heimsveldis-stórfiskakarlrembu-valdatrúarbrögð móðgist. 

Trúarbragðastríð yfirmafíunnar valdatoppstjóra hafa því miður leitt fólk á jörðinni af réttri alheimsorku-tengingarleið, að mínu mati. En ég veit bara það sem ég veit og mér finnst, og það sem ég veit og mér finnst, er ekkert réttara en það sem sem aðrir vita og finnst.

Við þurfum að virða tilverufriðar og visku-réttindi allra, og læra að vera heiðarleg og tala saman. Þannig verður siðmenntaður og ásættanlegur þróunarvegur framtíðar.

Stríð og hatur eru að færa samfélög í vanþróaða átt, og til baka átt fyrir alla jarðarbúa og móðurjörðina sjálfa. Ég skil alls ekki hvers vegna fólk skilur það þó ekki, sem telur sig með fullu og heilbrigðu haturslausu viti?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2016 kl. 14:31

15 identicon

Haukur! Raunveruleiki þinn finnur sér hvergi stað
nema í þinum eigin óraunveruleika. Stóri hvellur sprakk
með hvelli framan í aðdáendur sína, hann er orðinn
sem hver önnur trúarbrögð; kennisetning, átrúnaður.
Þeir hagalagðar sem menn hafa verið að nota til að
stoppa í þessa einskis nýtu kenningu hafa aldrei dugað
og svo fer nú fyrir flestum að þeir sjá hvílík reginfirra
þetta er. Það er ekkert einasta vit í þessu óviti öllu.
Það er nú svo og svo er nú það!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 15:09

16 identicon

Why is The Big Bang Theory widely accepted? How solid is the evidence for it?

Pedro Henrique Bernardinelli, Physics PhD student

https://www.quora.com/Why-is-The-Big-Bang-Theory-widely-accepted-How-solid-is-the-evidence-for-it

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 22:23

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haukur hugarfar og verk okkar hafa áhrif á mónikúlin í andrúmsloftinu. Við erum öll skapandi í því sem verður í framtíðinni, með hugarfari okkar og verkum. Stóri hvellur er bara ein af þessum ævitýrasögum, sem ekki greiða götu neins í nútímanum né framtíðinni.

Eða, það er alla vega mín skoðun og sýn á þessi jarðarinnar fæðingar-ævintýri, sem oft er vitnað í hér á jörðinni.

Enginn veit allt, en allir vita eitthvað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.10.2016 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband