18.10.2016 | 00:29
Helsti gallinn er fólksfæðin og návígið.
Flestir Íslendingar kannast við það, að hafa ekki varað sig á því í umræðum um ýmis mál, að hugsanlega væri einhver nákominn flæktur í það mál sem talað væri um.
Smám saman verður þetta til þess að það myndast einhvers konar smækkuð útgáfa af ástandinu í kommúnistaríkjum Evrópu á sinni tíð, þar sem ýmis mál verða tabú.
Engin þjóð á hlutfallslega nálægt því eins mörg nöfn í Panama-skjölunum og Íslendingar.
Og jákvætt viðhorf Íslendinga varðandi sjálfsbjargarviðleitni eykur á það, að horft sé fram hjá þessari nöturlegu staðreynd.
Því að að með því að flytja auð sinn til útlanda eru viðkomandi að skapa sér hagstæða aðstöðu í erlendu myntkerfi á sama tíma og þorri fólks verður að una því að vera í hávöxtum íslenska krónuhagkerfisins.
Að þessu leyti búa tvær þjóðir í landinu og misjöfn kjör þeirra eru ekki verjandi.
Aðrir lekar og engir felustaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 18.10.2016 kl. 00:36
Einn af hotnsteinum ESB er frjálst flæði fjármagns
fyrir almúgan er það mesta meinsemd þeirra samtaka
Grímur (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.