18.10.2016 | 07:28
Bjúgverpill.
Bjúgverpill (boomerang), vopn frumbyggja Ástralíu, hlaut heimsfrægð þegar hvítir menn námu þá álfu. Vopnið ku vera kastvopn, sem hefur þann loftflæðisfræðilega eiginleika að taka beygju á fluginu og fljúga til baka til þess sem beitir því.
Þess eðlis virðist sú ætlan Donalds Trumps hafa verið að skaða framboð Hillary Clinton með því að grafa upp gömul kvennavandræði manns hennar og klína þeim á hana.
Í upphafi skyldi endinn skoða og Trump sást yfir þann möguleika, að svipað yrði hægt að nota gegn honum.
Honum sást einnig yfir það, að nokkur munur var á stöðu hans og Bill Clinton.
Bill er ekki í framboði, þótt hann sé eiginmaður Hillary og myndi þar af leiðandi verða búsettur í Hvíta húsinu, ef hún yrði forseti.
Trump getur sjálfum sér um kennt, verði umræðan um kvennamál næstu búseta í Hvíta húsinu honum til tjóns. Hann hóf þessa umræðu.
Ég trúi eiginmanni mínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var herferð Clintons sem byrjaði þessa umræðu, ekki Trump. Að rétt fyrir kosningar skuli þetta lið draga upp áratuga gamlar sögur til að reyna karakter morð á Trump er lákúra af verstu gerð og við höfum góðar ástæður til að ætla að þetta séu lygar, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=Nry7XhjFtpE
Það stendur yfir áróðushernaður um valdamesta starf heimsins og Clinton er með megnið af fjölmiðlum í vasanum og þeir hika ekki við að ljúga til að ná fram sínum áætlunum. Alveg burtséð frá því hvort manni líst vel á Trump eða ekki þá er það siðferðisleg skilda manns að hafna þeim sem velja að nota aðferðirnar sem Clinton notar.
Mofi, 18.10.2016 kl. 08:29
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 18.10.2016 kl. 08:35
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 18.10.2016 kl. 08:36
Boomerang heitir reyndar bjúgverpill á íslensku.
Stefán Þ Ingólfsson, 18.10.2016 kl. 10:09
Bjúgfleygur er tákn,
Hver var að æsa sig yfir "tvívængja" fyrir nokkrum dögum síðan?
Hábeinn (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 11:25
Ég játa auðmjúkur mistök, minn ágæti Hábeinn, og breyti bjúgfleyg í bjúgverpil. Annars verður bjúgfleygsnotkunin að bjúgverpli í málnotkun minni.
Ómar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 12:56
Fyrst þú ert mjúkur Ómar, jafnvel auðmjúkur, þá er um að gera að játa að það var Hillary herdeildin sem byrjaði kynferðis skítkastið með því að draga stutta klippu af prívat samtali Trumps fyrir meira en áratug síðan.
Mofi, 18.10.2016 kl. 17:18
Ekki þreytist Mófi á að bera í bætifláka fyrir Dónald. Löngu er ljóst hvoru megin hjarta hans slær. Sérlega er þó merkilegt að í svari sínu mun hann vísa til réttlætiskenndar sinnar til að færa heim sanninn um að frú Clinton sé verri en andskotinn og Dónald fórnarlamb.
Er þó mála sannast að enginn skynsamur maður tekur málstað Dónalds. Hvar mun það flokka Mófa?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.