Hvernig er hægt "að sigla niður strönd"?

Í sjónvarpi í gær las fréttamaður, að skipi hefði verið "siglt niður ströndina." 

Af fréttinni mátti ráða að upphaf þessarar furðulegu og óhugsandi siglingar hefði verið norðaustan við Skotland.

Hvernig í ósköpunum er hægt að sigla niður strönd?  

Samkvæmt orðanna hljóðan er um tvennt að ræða:

1. Að sigla á þurru landi niður eftir strönd. En það er ekki hægt. 

2. Að sigla ströndina niður, það er að sigla svo harkalega á hana að hún verði fyrir spjöllum og sökkvi. En það er heldur ekki hægt. 

Einhvern veginn var það ekki í orðaforða fréttamannsins að hægt væri að sigla suður með ströndinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"... sailing down the coast." Aulaþýðing úr ensku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 15:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veðrið klukkan 16 hér í Reykjavík í dag:

Lítils háttar súld
Lítils háttar súld

8 °C

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 16:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2015:

"
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði nýlega könnun í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum um öryggisbeltanotkun farþega í hópbifreiðum.

Í ljós kom að í viðkomandi tilvikum fylgdu allir gildandi reglum um notkun öryggisbelta. Verður þetta að teljast mjög ánægjuleg niðurstaða.

Gott er að taka fram að skylda er fyrir alla aldurshópa að nota bílbelti í hópferðabifreiðum, séu þau til staðar.

Farþegar eldri en 15 ára bera sjálfir ábyrgð á því að nota öryggisbelti í bifreiðum sem hafa slíkan búnað en ökumaðurinn ber ábyrgð á þeim sem yngri eru.

Bifreiðarnar voru stöðvaðar á meginleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Rætt var bæði við ökumenn og farþega."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband