21.10.2016 | 07:33
Enn svipaður grautur í sömu skál.
Í síðustu forsetakosningum sótti Halla Tómasdóttir mjög í sig veðrið á lokasprettinum. Það sýnir að ævinlega getur slíkt gerst, og gott dæmi er ævintýraleg björgun Alþýðuflokksins frá algeru hruni í aðdraganda Alþingiskosninganna 1995.
Ekki er marktækur munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar, en gera miðað við fyrr reynslu er hætt við að Pírötum héldist verr á fylgi sínu í kjörklefunum.
Þótt fylgi þeirra hafi dalað jafnt og þétt ansi lengi, verða æ minni líkur til að þeir missi verulega mikið fylgi úr þessu, því að þeir hafa verið við toppinn mun lengur en dæmi eru til áður hjá framboði utan hins gamalkunna mynsturs stjórnmálaflokka á Íslandi.
Ýmsir einblína á þátt sjónvarps í gengi framboða og hafa allt á hornum sér um það.
Ágætt dæmi um það er gengi Flokks fólksins, sem hefur notið góðs af málflutningi sínum, og Björt framtíð hefur getað hrist af sér, að minnsta kosi í biii, þann dragbít sinn að hafa ekki á tímabili komið fram sjónarmiðum sínum og markað sér sérstöðu.
Í fyrstu forsetakosningunum, þar sem sjónvarp hafði afgerandi áhrif, 1968, kom þýðing þessa nýja fjölmiðlis glögglega í ljós á svipaðan hátt og gerðist hafði við tilkomu sjónvarps víða erlendis.
Merkilegt er að næstum hálfri öld síðar skuli enn verið að bölsótast yfir því augljósa atriði, að enginn fjölmiðill kemur á nánari tengslum stjórnmálamanna og kjósenda eins og sjónvarp.
Píratar mælast stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Píratar hafa hingað til komið verr út í kosningunum sjálfum en í skoðanakönnunum fyrir þær."
Samkvæmt þessari fullyrðingu mætti halda að hægt hafi verið að kjósa Pírata í fleiri en einum alþingiskosningum.
Stofnfundur Pírata var hins vegar í nóvember 2012.
Steini Briem, 28.9.2016
Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 12:11
Ungt fólk á ekki sjónvarp. Var unga fólkið að horfa á sjónvarpið í gær?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 12:17
Að sjálfsögðu geta Píratar eins og allir aðrir stjórnmálaflokkar fengið minna fylgi í alþingiskosningunum í næstu viku en í skoðanakönnunum.
Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 12:22
Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður nenni að mæta til að kjósa þetta.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 12:54
"... miðað við fyrr reynslu er hætt við að Pírötum héldist verr á fylgi sínu í kjörklefunum."
Stofnfundur Pírata var í nóvember 2012.
Píratar og skoðanakannanir Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar:
0,4% 30.nóvember 2012,
2,5% 31. desember 2012,
2,1% 31. janúar 2013,
2,3% 28. febrúar 2013,
3,8% 14. mars 2013,
4,4% 2. apríl 2013.
5,1% 27. apríl í alþingiskosningunum.
Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 12:59
"...en miðað við fyrri reynslu er hætt við að Pírötum haldist verr á fylgi sínu í kjörklefunum." Nú hefur Steini Briem sýnt fram á að svo er ekki, allaveganna hvað varðar síðustu alþingiskosningar. Hvað hefur þá Ómar fyrir sér með fullyrðingu sinni?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.