Sjálfstæðisflokkurinn þarf minnst tvo samstarfsflokka og minnst einn vinstriflokk.

Ef úrslit Alþingiskosningar verða svipuð því sem birtist um þessar mundir í fjölmiðlum, getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki myndað meirihlutastjórn nema að fá minnst tvo aðra flokka til liðs við sig. 

Ekki yrði hægt að mynda hægri stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn, enda afar hæpið að nokkur hinna flokkanna myndi vilja verða hjól undir vagni stjórnar, þar sem núverandi stjórnarflokkar yrðu báðir innanborðs. 


mbl.is Valkostirnir hafa kristallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem kjósendur verða fyrst og fremst að hafa í huga er að koma í veg fyrir að Panama-Tortóla-skattsvikara-flokkarnir Íhaldið og Framsókn komist í ríkisstjórn. Þjóðfélagið þolir ekki áframhald á spillingu og þjófnaöi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 21:57

2 identicon

Vinstri Grænir eru á fljúandi siglingu, sem ansi erfitt er að skilja:            Varla er landinn að verðlauna VG og Steingrím fyrir að senda hrægammana gegn Íslenskri alþýðu eftir Hrun, og fyrir að hafa stutt og samþykkt stíðsreksturinn í Lýbíu, og sprengja það aftur til steinaldar, og varla fyrir að lofa að sækja ekki um ESB aðild, sem þau sviku stax eftir að þau vora komin í ríkistjórn.      Og varla er þjóðin að verðlauna Steingrím og VG fyrir að ljúga því að þjóðinni að SKJALDBORG verði reyst um heimili örmagna og atvinnulausra heimila eftir HRUN.                                                                                                                            Síðan er flugið hjá Pírötum eithvað farið að lækka, enda kanski ekki skrýtið,   þegar það vitnast að Forsetisráðherraefni Pírata sagði 2010 að 40-50% atvinnuleysi væri nú ekkert tiltöku mál, ef fólk gæti lifað af styrkjum frá ríkinu (borgaralaunum) á sama tíma talar þetta lið um að opna landamæri upp á gátt fyrir flóttafólki, og stórfjölga latte kaffihúsum í 101.                  Held að Íslensk þjóð verði nú heldurbetur að fara að hugsa sinn gang upp á nýtt.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 23:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búið að svara hér öllu þessu rugli þínu en svo sem hægt að gera það enn og aftur, Jón Ólafur.

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vill stærðfræðingurinn Smári McCarthy frá Vestmannaeyjum ekki að atvinnuleysi verði 40-50%, enda var það auðvitað sagt í kæruleysi fyrir margt löngu, eins og hann hefur sjálfur sagt, Jón Ólafur.

Og ekki veit undirritaður til þess að fleiri Píratar séu atvinnulausir en annað fólk, margir þeirra vel menntaðir og með há laun.

En að sjálfsögðu er ekki nóg að hafa há laun hér á Íslandi og til að mynda þurfa vextir á húsnæðislánum að vera hér mun lægri en þeir eru nú og hafa lengi verið.

Og ekki veit ég til þess að Píratar hafi þá stefnu að fjölga kaffihúsum í póstnúmeri 101 eða öðrum póstnúmerum.

Í póstnúmeri 101 eru nú þegar mörg kaffihús og matsölustaðir sem moka inn erlendum gjaldeyri, því tugþúsundir útlendinga kaupa þar vörur og þjónustu.

Og í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi er aflað meiri erlends gjaldeyris.

Hælisleitendur vilja vinna og fá laun eins og aðrir og nú vantar hér þúsundir karla og kvenna til alls kyns starfa.

Útflutningur á þjónustu, til að mynda á kaffihúsum í póstnúmerinu 101, hefur bjargað íslenska þjóðarbúinu og stórminnkað hér atvinnuleysi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

Píratar hafa hins vegar áhuga á öllu, til að mynda breytingum í íslenskum sjávarútvegi, og eru í framboði á öllu landinu, fólk í alls kyns störfum.

Í póstnúmerinu 101 er langstærsta fiskihöfnin hér á Íslandi og stærsta sjávarútvegsfyrirtækið.

Og fólk á öllum aldri notar tölvur í leik og starfi, eins og þú hefur hér sjálfur sannað, Jón Ólafur.

Steini Briem, 12.10.2016

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverjir sviku hvað eftir alþingiskosningarnar vorið 2009, Jón Ólafur?!

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum [2009] sem blaðamaður Morgunblaðsins."

"Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.

Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.

Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 23:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Jakobsdóttir 21. apríl 2009, þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar:

"Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar, því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín.

"Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir, bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín."

Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna 20. júlí 2009:

"Sú undarlega umræða hefur komið upp að ekki sé við hæfi að ESB andstæðingar komi að viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu."

"Það vill líka þannig til að þó svo að ákveðið hafi verið að láta reyna á að ná samningi um aðild landsins að sambandinu er ríkisstjórn Íslands samansett til jafns af ESB sinnum og ESB andstæðingum."

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."

Fjölþætt sannfæring - Myndband

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:19

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna."

"En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það."

"Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.

Þorsteinn Briem, 22.10.2016 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband